Refsing fótboltamannsins staðfest Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 15:59 Landsréttur staðfesti dóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Þriggja ára fangelsisrefsing Demetrius Allen, bandarísks karlmanns sem leikið hefur amerískan fótbolta hér á landi, fyrir nauðgun hefur verið staðfest. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent