Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2024 13:00 Eldfjallafræðingarnir Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða. Þetta kemur fram í pistli sem birtur var í gær á facebook-síðu hóps innan jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sem nefnist Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá. Skráðir ábyrgðarmenn hópsins eru Þorvaldur Þórðarson prófessor, Ármann Höskuldsson rannsóknarprófessor, Ingibjörg Jónsdóttir dósent og William M. Moreland aðjúnkt. „Síðan frá seinni hluta desember 2023 hefur innflæði úr dýpri kvikugeymslunni (10-15 km dýpi) inn í grynnri kvikugeymsluna (4-5 km dýpi undir Svartsengi) helmingast eða frá ~8 rúmmetra á sekúndu niður í ~4 rúmmetra á sekúndu (sjá meðfylgjandi mynd). Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ segir í pistlinum. Þetta línurit er birt með pistli vísindahópsins við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Það sýnir hvernig dregið hefur úr hraða kvikuinnflæðis undir SvartsengiRannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá Þar er þessi ályktun dregin: „Ef það heldur áfram að draga úr innflæðinu inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða, þá fellur flæðið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga). Samkvæmt þessu þá gætu umbrotin á Sundhnúkareininni tekið enda innan eins til tveggja mánaða,“ segir á síðu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Athyglisvert er að vísindahópurinn við Háskólann metur þróunina með sama hætti og jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gerðu í sameiginlegri grein á eldfjallabloggi Haraldar í fyrradag. Þeir Haraldur og Grímur komust að þeirri niðurstöðu að hraði kvikuinnrennslis undir Svartsengi hefði nánast helmingast frá fyrsta kvikuinnskotinu í nóvember og birtu spálíkan um að umbrotunum við Grindavík myndi ljúka síðsumars. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands túlka gögnin hins vegar með öðrum hætti. Þeir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðust ekki sjá nein skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hefði minnkað verulega. Því væri of snemmt að fara að spá fyrir um lok þessarar atburðarásar. „Því miður er ennþá talsverð óvissa um hvenær hægt er að segja með fullri vissu að þessum kafla eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og við Grindavík sé að ljúka,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar. Stöð 2 fjallaði um spálíkan Haraldar og Gríms í fyrrakvöld: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem birtur var í gær á facebook-síðu hóps innan jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sem nefnist Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá. Skráðir ábyrgðarmenn hópsins eru Þorvaldur Þórðarson prófessor, Ármann Höskuldsson rannsóknarprófessor, Ingibjörg Jónsdóttir dósent og William M. Moreland aðjúnkt. „Síðan frá seinni hluta desember 2023 hefur innflæði úr dýpri kvikugeymslunni (10-15 km dýpi) inn í grynnri kvikugeymsluna (4-5 km dýpi undir Svartsengi) helmingast eða frá ~8 rúmmetra á sekúndu niður í ~4 rúmmetra á sekúndu (sjá meðfylgjandi mynd). Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ segir í pistlinum. Þetta línurit er birt með pistli vísindahópsins við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Það sýnir hvernig dregið hefur úr hraða kvikuinnflæðis undir SvartsengiRannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá Þar er þessi ályktun dregin: „Ef það heldur áfram að draga úr innflæðinu inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða, þá fellur flæðið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga). Samkvæmt þessu þá gætu umbrotin á Sundhnúkareininni tekið enda innan eins til tveggja mánaða,“ segir á síðu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Athyglisvert er að vísindahópurinn við Háskólann metur þróunina með sama hætti og jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gerðu í sameiginlegri grein á eldfjallabloggi Haraldar í fyrradag. Þeir Haraldur og Grímur komust að þeirri niðurstöðu að hraði kvikuinnrennslis undir Svartsengi hefði nánast helmingast frá fyrsta kvikuinnskotinu í nóvember og birtu spálíkan um að umbrotunum við Grindavík myndi ljúka síðsumars. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands túlka gögnin hins vegar með öðrum hætti. Þeir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðust ekki sjá nein skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hefði minnkað verulega. Því væri of snemmt að fara að spá fyrir um lok þessarar atburðarásar. „Því miður er ennþá talsverð óvissa um hvenær hægt er að segja með fullri vissu að þessum kafla eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og við Grindavík sé að ljúka,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar. Stöð 2 fjallaði um spálíkan Haraldar og Gríms í fyrrakvöld:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39
Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24