Kortrijk var í afar slæmri stöðu í belgísku deildinni þegar Freyr tók við starfi þjálfara liðsins í upphafi árs. Hann byrjaði vel en eftir fremur dapurt gengi að undanförnu var þörfin á sigur orðin ansi mikil.
Sigurinn kom í kvöld og það gegn engu smáliði. Kortrijk mætti stórliði Anderlecht á útivelli sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld.
Eina marks leiksins kom á 79. mínútu og það var Isaak Davies sem skoraði það. Með sigrinum fer Kortrijk uppfyrir lið RWDM og upp í næst neðsta sæti deildarinnar. Kortrijk er nú með 24 stig og fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni.