Barmur hrauntjarnar sem hefur myndast nærri Suðurstrandaveg gæti brostið og almannavarnir óttast að hraun gæti þá runnið á miklum hraða yfir veginn.
Þá fjöllum við um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum en fjármálaráðherra hefur lýst sig ósammála þeim fyrirætlunum.
Að auki verður rætt við Herdísi Storgaard sérfræðing í slysavörnum sem segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum.
Í íþróttafréttum fjöllum við svo um átta liða úrslitin í ensku bikarkeppninni frá því gær og segjum frá vistaskiptum hjá handboltamanninum Arnóri Viðarssyni sem er á leið í atvinnumennsku í Danmörku.