Kveðja eftir 117 ára góðgerðarstarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 15:33 Kvenfélagið hefur verið starfrækt í 117 ár á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll Kvenfélagið Hlíf á Akureyri heyrir nú sögunni til. Á aðalfundi í liðinni viku var samþykkt að leggja félagið niður. Halldóra Stefánsdóttir, ritari félagsins, greinir frá tímamótunum í tilkynningu. Félagið var stofnað þann 4. febrúar 1907 af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins. Síðar stofnuðu Hlífarkonur og starfræktu um árabil leikskólann Pálmholt en gáfu hann „ásamt öllum kostum og göllum“ til Akureyrarbæjar 1973. Þá var sjónum félagsins beint að barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og varð deildin óskabarn félagsins um árabil. Flest eldri tæki deildarinnar, leikföng og afþreyingarefni má þakka vinnu Hlífarkvenna og velvilja bæjarbúa og fyrirtækja í bænum. Seinni árin hefur kvenfélagið styrkt ýmis mál tengt börnum. Fram kemur í tilkynningunni að húsnæðisskortur hafi háð Hlíf um margra ára skeið. Fundir hafi fyrir vikið verið haldnir víða um bæinn. „Var nú farið að halla undir fæti hjá félaginu. Þó að nokkuð margar konur gengju í félagið á tímabili, mættu þær lítið sem ekkert á fundi og voru ekki tiltækar þegar fara átti í fjáröflun. Reynt var að halda kleinusölu, dansiball og kaffi á Mæðradaginn, en bæði var dræm þátttaka félagskvenna í undirbúningi og lítil aðsókn til þess að allt féll niður,“ segir í tilkynningunni. Starfsemi hafi legið nánast niðri á Covid-árunum frá 2020 til 2022. „Hafði mæting á fundinn verið frekar dræm árin á undan og þegar farið var að funda á ný mættu aðeins nokkrar konur. Reynt var samt að halda sig við haustfund, jólafund og aðalfund. Í vorferð félagsins í maí 2023 mættu 6 konur.“ Flestar urðu félagskonur um 60 en aðeins 11 konur mættu á síðasta aðalfundinn. „Nú var svo komið að stjórn Hlífar sá ekki fram á að hægt væri að auka áhuga kvenna á starfinu, margt annað hefur komið til í þjóðfélaginu sem konur eru að sýsla við. Við leiðarlok vilja Hlífarkonur koma fram þakklæti til bæjarbúa og fyrirtækja á Akureyri fyrir hlýhug og velvild í garð félagsins alla tíð,“ segir í tilkynningu sem stjórn Kvenfélagsins Hlífar síðasta starfsárið 2023-2024 ritar undir. Þær Birgit Schov formaður, Halldóra Stefánsdóttir ritari, Kristín Hilmarsdóttir gjaldkeri og Margrét Steingrímsdóttir meðstjórnandi. Akureyri Hjálparstarf Tímamót Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Halldóra Stefánsdóttir, ritari félagsins, greinir frá tímamótunum í tilkynningu. Félagið var stofnað þann 4. febrúar 1907 af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins. Síðar stofnuðu Hlífarkonur og starfræktu um árabil leikskólann Pálmholt en gáfu hann „ásamt öllum kostum og göllum“ til Akureyrarbæjar 1973. Þá var sjónum félagsins beint að barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og varð deildin óskabarn félagsins um árabil. Flest eldri tæki deildarinnar, leikföng og afþreyingarefni má þakka vinnu Hlífarkvenna og velvilja bæjarbúa og fyrirtækja í bænum. Seinni árin hefur kvenfélagið styrkt ýmis mál tengt börnum. Fram kemur í tilkynningunni að húsnæðisskortur hafi háð Hlíf um margra ára skeið. Fundir hafi fyrir vikið verið haldnir víða um bæinn. „Var nú farið að halla undir fæti hjá félaginu. Þó að nokkuð margar konur gengju í félagið á tímabili, mættu þær lítið sem ekkert á fundi og voru ekki tiltækar þegar fara átti í fjáröflun. Reynt var að halda kleinusölu, dansiball og kaffi á Mæðradaginn, en bæði var dræm þátttaka félagskvenna í undirbúningi og lítil aðsókn til þess að allt féll niður,“ segir í tilkynningunni. Starfsemi hafi legið nánast niðri á Covid-árunum frá 2020 til 2022. „Hafði mæting á fundinn verið frekar dræm árin á undan og þegar farið var að funda á ný mættu aðeins nokkrar konur. Reynt var samt að halda sig við haustfund, jólafund og aðalfund. Í vorferð félagsins í maí 2023 mættu 6 konur.“ Flestar urðu félagskonur um 60 en aðeins 11 konur mættu á síðasta aðalfundinn. „Nú var svo komið að stjórn Hlífar sá ekki fram á að hægt væri að auka áhuga kvenna á starfinu, margt annað hefur komið til í þjóðfélaginu sem konur eru að sýsla við. Við leiðarlok vilja Hlífarkonur koma fram þakklæti til bæjarbúa og fyrirtækja á Akureyri fyrir hlýhug og velvild í garð félagsins alla tíð,“ segir í tilkynningu sem stjórn Kvenfélagsins Hlífar síðasta starfsárið 2023-2024 ritar undir. Þær Birgit Schov formaður, Halldóra Stefánsdóttir ritari, Kristín Hilmarsdóttir gjaldkeri og Margrét Steingrímsdóttir meðstjórnandi.
Akureyri Hjálparstarf Tímamót Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira