Ísland meðal örfárra ríkja sem standast viðmið WHO um loftgæði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 06:36 Loftgæði eru afleit í mörgum stórborgum Asíu. Getty/CFOTO/Future Publishing Ísland er eitt aðeins sjö ríkja sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þegar kemur að loftgæðum. Hin ríkin eru Ástralía, Eistland, Finnland, Grenada, Máritíus og Nýja Sjáland. Um er að ræða niðurstöður rannsókna IQAir, fyrirtækis í Sviss sem sérhæfir sig í vörnum gegn loftmengun. Rannsóknin náði til 134 ríkja og byggði á gögnum úr yfir 30 þúsund mælistöðvum um allan heim. Það sem var til skoðunar var magn PM2,5 smáagna sem berast meðal annars út í andrúmsloftið frá umferð og gróðureldum. Ríkin sjö voru þau einu þar sem magn þessara agna var innan viðmiða WHO. Mengunin var mest í Pakistan, þar sem magn PM2,5 var fjórtán sinnum meira en viðmið WHO kveða á um en næst á eftir komu Indland, Tajikistan og Búrkína Fasó. Kanada kom verst út meðal Vesturlanda en það er sagt mega rekja til gríðarmikilla gróðurelda sem geisuðu í fyrra. Áætlað er að um sjö milljónir manna látist á ári hverju sökum loftmengunar og ástandið er verst í ríkjum þar sem menn neyðast til að reiða sig á „óhreina orkugjafa“ á borð við kol. Þrátt fyrir viðmið WHO benda rannsóknir til þess að það sé í raun ekkert sem kalla megi „öruggt magn“ PM2,5 agna í andrúmsloftinu, þar sem aðeins örlítið magn auki fjölda sjúkrahúsinnlagna vegna öndunarfæra- og hjartasjúkdóma. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian. Loftslagsmál Loftgæði Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður rannsókna IQAir, fyrirtækis í Sviss sem sérhæfir sig í vörnum gegn loftmengun. Rannsóknin náði til 134 ríkja og byggði á gögnum úr yfir 30 þúsund mælistöðvum um allan heim. Það sem var til skoðunar var magn PM2,5 smáagna sem berast meðal annars út í andrúmsloftið frá umferð og gróðureldum. Ríkin sjö voru þau einu þar sem magn þessara agna var innan viðmiða WHO. Mengunin var mest í Pakistan, þar sem magn PM2,5 var fjórtán sinnum meira en viðmið WHO kveða á um en næst á eftir komu Indland, Tajikistan og Búrkína Fasó. Kanada kom verst út meðal Vesturlanda en það er sagt mega rekja til gríðarmikilla gróðurelda sem geisuðu í fyrra. Áætlað er að um sjö milljónir manna látist á ári hverju sökum loftmengunar og ástandið er verst í ríkjum þar sem menn neyðast til að reiða sig á „óhreina orkugjafa“ á borð við kol. Þrátt fyrir viðmið WHO benda rannsóknir til þess að það sé í raun ekkert sem kalla megi „öruggt magn“ PM2,5 agna í andrúmsloftinu, þar sem aðeins örlítið magn auki fjölda sjúkrahúsinnlagna vegna öndunarfæra- og hjartasjúkdóma. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian.
Loftslagsmál Loftgæði Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira