Ber engan kala til Jürgen Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 13:00 Jürgen Klopp þakkar fyrir leikinn á Old Trafford skömmu áður en hann fór viðtalið fræga. Getty/Robbie Jay Barratt Danski fjölmiðlamaðurinn Niels Christian Frederiksen mun ekki erfa það við tapsáran knattspyrnustjóra Liverpool að þýski stjórinn rauk út úr miðju viðtali við hann og hraunaði síðan yfir hann. Jürgen Klopp var mjög ósáttur með spurningu sem hann fékk frá Frederiksen um skort á ákefð hjá Liverpool mönnum undir lok framlengingarinnar. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svaraði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hissa. Frederiksen gerði lítið úr viðtalinu í samtalið við Tipsbladet. „Hann hélt áfram að öskra á mig um leið og hann gekk út ganginn. Ég elti hann af því að mér fannst þetta mjög skrýtið,“ sagði Frederiksen. „Ég skrifa þetta bara á mikinn pirring og svakalegt svekkelsi. Hvernig þeir töpuðu á móti Manchester United eftir að hafa komist tvisvar yfir og höfðu átt að vera búnir að gera út um leikinn,“ sagði Frederiksen. „Ég sé engin vandamál og það verður ekkert vesen af minni hálfu í framtíðinni. Ég get ekki séð það,“ sagði Frederiksen. „Þegar ég tek viðtal við hann aftur við verðum enn góðir vinir, svona hvað fagmennskuna varðar. Ég held ekki að hann erfi þetta við mig og ég ber engan kala til hans,“ sagði Frederiksen. „Hann var ekki að segja að ég væri feitur. Í fyrsta lagi er ég ekki feitur og hann myndi aldrei segja það. Klopp er ekki þannig,“ sagði Frederiksen.. „Hann meinti þetta ekki þannig. Hann er ekki vondur maður. Hann var að meina að ég ætti ekki rétt á því að spyrja svona spyrningar. Það var ekkert annað,“ sagði Frederiksen. Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Jürgen Klopp var mjög ósáttur með spurningu sem hann fékk frá Frederiksen um skort á ákefð hjá Liverpool mönnum undir lok framlengingarinnar. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svaraði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hissa. Frederiksen gerði lítið úr viðtalinu í samtalið við Tipsbladet. „Hann hélt áfram að öskra á mig um leið og hann gekk út ganginn. Ég elti hann af því að mér fannst þetta mjög skrýtið,“ sagði Frederiksen. „Ég skrifa þetta bara á mikinn pirring og svakalegt svekkelsi. Hvernig þeir töpuðu á móti Manchester United eftir að hafa komist tvisvar yfir og höfðu átt að vera búnir að gera út um leikinn,“ sagði Frederiksen. „Ég sé engin vandamál og það verður ekkert vesen af minni hálfu í framtíðinni. Ég get ekki séð það,“ sagði Frederiksen. „Þegar ég tek viðtal við hann aftur við verðum enn góðir vinir, svona hvað fagmennskuna varðar. Ég held ekki að hann erfi þetta við mig og ég ber engan kala til hans,“ sagði Frederiksen. „Hann var ekki að segja að ég væri feitur. Í fyrsta lagi er ég ekki feitur og hann myndi aldrei segja það. Klopp er ekki þannig,“ sagði Frederiksen.. „Hann meinti þetta ekki þannig. Hann er ekki vondur maður. Hann var að meina að ég ætti ekki rétt á því að spyrja svona spyrningar. Það var ekkert annað,“ sagði Frederiksen.
Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira