„Held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þann leik“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 09:34 Íslenska landsliðið gerði slæm mistök í tapinu gegn Lúxemborg ytra, í undankeppni EM. Getty/Alex Nicodim Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide er á því að Ísland hafi oft sýnt góðar frammistöður, á löngum köflum, í leikjunum í undankeppni EM í fótbolta í fyrra. Liðið hafi hins vegar gert of mörg kjánaleg mistök, og nýtt færin illa, og því endað með of fá stig. „Maður getur alltaf sagt leikmönnum að gera ekki mistök, og að nýta færin til að skora mörk. Þá er alveg öruggt að við vinnum leiki,“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi á föstudaginn. Ljóst er að Ísland þarf að forðast öll mistök í EM-umspilinu, gegn Ísrael á fimmtudaginn og vonandi í úrslitaleiknum 26. mars. Hareide tók við íslenska liðinu í fyrra og stýrði því í fyrsta sinn í leikjum við Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli í júní. Tveimur góðum leikjum Íslands, að flestra mati, sem töpuðust hins vegar báðir, 2-1 gegn Slóvakíu og 1-0 gegn Portúgal með VAR-marki Cristiano Ronaldo í blálokin. Vill helst ekki tala um útileikinn við Lúxemborg „Þegar maður skoðar þennan leik við Slóvakíu, og hvað gekk á, þá hefðum við átt að vinna þann leik. Vanalega hefðum við unnið þann leik, og gert jafntefli við Portúgal. Það hefði verið stórkostlegt. Svo völtuðum við yfir Lúxemborg í fyrri hálfleiknum í Reykjavík, en í seinni hálfleik fór þetta 1-1 eftir skot sem hefði átt að vera varið, og sem varnarmaður hefði átt að komast fyrir. Lítil mistök verða þarna að risastórum mistökum,“ segir Hareide. Klippa: Hareide vill losna við mistökin úr undankeppninni Ísland tapaði svo 3-1 á útivelli gegn Lúxemborg áður en það fékk sjö stig úr þremur heimaleikjum, og tapaði svo 4-2 á útivelli gegn Slóvakíu og 2-0 gegn Portúgal í lokaleiknum. Leikurinn við Lúxemborg ytra fékk Hareide til að halda að einhver hefði fengið sér íslenskt brennivín fyrir leik. „Ég vil ekki einu sinni tala um útileikinn gegn Lúxemborg. Er ekki drykkur á Íslandi sem heitir Svarti dauði? Ég held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þennan leik, því við gerðum svo mörg skrýtin og kjánaleg mistök í þessum leik,“ segir Hareide. Mikilvægast að leikmenn trúi að þeir geti unnið Hareide var talsvert niðri fyrir og hann hélt máli sínu áfram í nokkra stund: „En þetta er búið núna. Við verðum að hafa alveg á hreinu að maður kemst ekki nálægt sigri, í alþjóðaboltanum, ef maður gerir kjánaleg mistök. Ekki séns. Og við verðum að nýta færin. Þetta snýst um það í svona keppnum, að geta nýtt eina færið. Ég er búinn að vera í þessari íþrótt í svo langan tíma, og hef fundið hvernig mistök verða manni að falli. Fótbolti er leikur þar sem mistök ráða úrslitum. Maður getur bara beðið leikmennina um að spila samkvæmt eigin getu. Þeir eru valdir af því að ég tel þá vera nógu góða. Við verðum að byggja upp leikmenn, því ef maður er alltaf að tala við þá um mistök þá verður hausinn fullur af mistökum. Þetta snýst meira um hvernig við auðveldum þeim að koma í veg fyrir mistök. Sumir ráða við erfiðar aðstæður og aðrir ekki, en þeir hafa allt sem til þarf. Það mikilvægasta er að þeir trúi því að þeir geti þetta saman. Að þeir sjái að ef við komum í veg fyrir kjánaleg mistök og nýtum færin betur þá verða úrslitin önnur. Ef maður er nógu þrjóskur þá koma úrslitin sem maður vill, og þá eykst sjálfstraustið og sigrarnir verða fleiri.“ Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19:10. Fjallað verður ítarlega um leikinn og allt sem honum tengist á Vísi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Maður getur alltaf sagt leikmönnum að gera ekki mistök, og að nýta færin til að skora mörk. Þá er alveg öruggt að við vinnum leiki,“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi á föstudaginn. Ljóst er að Ísland þarf að forðast öll mistök í EM-umspilinu, gegn Ísrael á fimmtudaginn og vonandi í úrslitaleiknum 26. mars. Hareide tók við íslenska liðinu í fyrra og stýrði því í fyrsta sinn í leikjum við Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli í júní. Tveimur góðum leikjum Íslands, að flestra mati, sem töpuðust hins vegar báðir, 2-1 gegn Slóvakíu og 1-0 gegn Portúgal með VAR-marki Cristiano Ronaldo í blálokin. Vill helst ekki tala um útileikinn við Lúxemborg „Þegar maður skoðar þennan leik við Slóvakíu, og hvað gekk á, þá hefðum við átt að vinna þann leik. Vanalega hefðum við unnið þann leik, og gert jafntefli við Portúgal. Það hefði verið stórkostlegt. Svo völtuðum við yfir Lúxemborg í fyrri hálfleiknum í Reykjavík, en í seinni hálfleik fór þetta 1-1 eftir skot sem hefði átt að vera varið, og sem varnarmaður hefði átt að komast fyrir. Lítil mistök verða þarna að risastórum mistökum,“ segir Hareide. Klippa: Hareide vill losna við mistökin úr undankeppninni Ísland tapaði svo 3-1 á útivelli gegn Lúxemborg áður en það fékk sjö stig úr þremur heimaleikjum, og tapaði svo 4-2 á útivelli gegn Slóvakíu og 2-0 gegn Portúgal í lokaleiknum. Leikurinn við Lúxemborg ytra fékk Hareide til að halda að einhver hefði fengið sér íslenskt brennivín fyrir leik. „Ég vil ekki einu sinni tala um útileikinn gegn Lúxemborg. Er ekki drykkur á Íslandi sem heitir Svarti dauði? Ég held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þennan leik, því við gerðum svo mörg skrýtin og kjánaleg mistök í þessum leik,“ segir Hareide. Mikilvægast að leikmenn trúi að þeir geti unnið Hareide var talsvert niðri fyrir og hann hélt máli sínu áfram í nokkra stund: „En þetta er búið núna. Við verðum að hafa alveg á hreinu að maður kemst ekki nálægt sigri, í alþjóðaboltanum, ef maður gerir kjánaleg mistök. Ekki séns. Og við verðum að nýta færin. Þetta snýst um það í svona keppnum, að geta nýtt eina færið. Ég er búinn að vera í þessari íþrótt í svo langan tíma, og hef fundið hvernig mistök verða manni að falli. Fótbolti er leikur þar sem mistök ráða úrslitum. Maður getur bara beðið leikmennina um að spila samkvæmt eigin getu. Þeir eru valdir af því að ég tel þá vera nógu góða. Við verðum að byggja upp leikmenn, því ef maður er alltaf að tala við þá um mistök þá verður hausinn fullur af mistökum. Þetta snýst meira um hvernig við auðveldum þeim að koma í veg fyrir mistök. Sumir ráða við erfiðar aðstæður og aðrir ekki, en þeir hafa allt sem til þarf. Það mikilvægasta er að þeir trúi því að þeir geti þetta saman. Að þeir sjái að ef við komum í veg fyrir kjánaleg mistök og nýtum færin betur þá verða úrslitin önnur. Ef maður er nógu þrjóskur þá koma úrslitin sem maður vill, og þá eykst sjálfstraustið og sigrarnir verða fleiri.“ Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19:10. Fjallað verður ítarlega um leikinn og allt sem honum tengist á Vísi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira