Draumur Davíðs Smára rætist en kostnaðurinn tugir milljóna Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 14:51 Bíða þarf eftir því að frost fari úr jörðu áður en hægt verður að leggja hitalagnir og gervigras á nýjan heimavöll Vestra. Stöð 2 Sport Draumur Davíðs Smára Lamude og hans manna í Vestra um upphitaðan heimavöll verður að veruleika því ákveðið hefur verið að leggja hitalagnir undir nýja gervigrasvöllinn á Ísafirði. Kostnaður vegna þessa fellur að stærstum hluta á Vestra en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita knattspyrnudeild félagsins styrk upp á 4,8 milljónir króna. Það er kostnaðurinn við kaup á 30.000 metrum af hitalögnum. Vestramenn þurfa hins vegar að sjá um innkaupin, flutningskostnað, niðurlögn og annan kostnað sem af þessu hlýst, og bæjarráð segir í fundargerð sinni að með styrknum fylgi ekkert loforð um fjárveitingu vegna uppsetningar varmadælu eða til rekstrar kerfisins. Komi til með að kosta yfir fimmtíu milljónir Samkvæmt minnisblaði frá Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, má áætla að upphafskostnaður við að koma fyrir hitalögnum sé um 24,6 milljónir króna. Þar er ekki gert ráð fyrir stýringum, tengikistum, varmadælum eða frostlegi á kerfið, en sagt að leiða megi líkum að því að hitakerfið í heild kosti um 50-55 milljónir króna. Þá er ótalinn árlegur rekstrarkostnaður. Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir í samtali við Vísi að það muni ekki stöðva Vestramenn og að hitalagnir verði lagðar undir nýja völlinn. Það er í takti við einlæga ósk Davíðs Smára, þjálfara Vestra, sem hann viðraði í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Ísafirði, segir lagningu hitalagna ekki koma til með að tefja fyrir opnun nýja vallarins nema hugsanlega um fáeina daga. Hins vegar sé útlit fyrir að bíða þurfi fram í apríl eftir því að frost fari úr jörðu og hægt sé að hefja verkið, sem taka muni að lágmarki þrjár vikur. Vestri spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 7. apríl, gegn Fram á útivelli, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður gegn KA 20. apríl. Ef heimavöllur Vestra, sem heita mun Kerecis-völlurinn eftir stærsta styrktaraðila félagsins, verður ekki tilbúinn í tæka tíð koma Vestramenn til með að þurfa að semja um færslu heimaleikja eða skipti við mótherja sína. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira
Kostnaður vegna þessa fellur að stærstum hluta á Vestra en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita knattspyrnudeild félagsins styrk upp á 4,8 milljónir króna. Það er kostnaðurinn við kaup á 30.000 metrum af hitalögnum. Vestramenn þurfa hins vegar að sjá um innkaupin, flutningskostnað, niðurlögn og annan kostnað sem af þessu hlýst, og bæjarráð segir í fundargerð sinni að með styrknum fylgi ekkert loforð um fjárveitingu vegna uppsetningar varmadælu eða til rekstrar kerfisins. Komi til með að kosta yfir fimmtíu milljónir Samkvæmt minnisblaði frá Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, má áætla að upphafskostnaður við að koma fyrir hitalögnum sé um 24,6 milljónir króna. Þar er ekki gert ráð fyrir stýringum, tengikistum, varmadælum eða frostlegi á kerfið, en sagt að leiða megi líkum að því að hitakerfið í heild kosti um 50-55 milljónir króna. Þá er ótalinn árlegur rekstrarkostnaður. Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir í samtali við Vísi að það muni ekki stöðva Vestramenn og að hitalagnir verði lagðar undir nýja völlinn. Það er í takti við einlæga ósk Davíðs Smára, þjálfara Vestra, sem hann viðraði í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Ísafirði, segir lagningu hitalagna ekki koma til með að tefja fyrir opnun nýja vallarins nema hugsanlega um fáeina daga. Hins vegar sé útlit fyrir að bíða þurfi fram í apríl eftir því að frost fari úr jörðu og hægt sé að hefja verkið, sem taka muni að lágmarki þrjár vikur. Vestri spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 7. apríl, gegn Fram á útivelli, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður gegn KA 20. apríl. Ef heimavöllur Vestra, sem heita mun Kerecis-völlurinn eftir stærsta styrktaraðila félagsins, verður ekki tilbúinn í tæka tíð koma Vestramenn til með að þurfa að semja um færslu heimaleikja eða skipti við mótherja sína.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira