„Besta mamman og stoltur stóri bróðir,“ skrifar Martin og deilir myndum af fjölskyldunni með nýjustu viðbótinni. Martin var viðstaddur fæðinguna í síðustu viku, svo athygli vakti en hann missti af leik liðs síns Alba Berlin í Þýskalandi gegn franska liðinu Mónakó.
Hamingjuóskum rignir yfir parið á samfélagsmiliðlinum og hafa tæplega 2000 manns líkað við færsluna.
Martin spilar eins og áður segir með Alba Berlín í Þýskalandi. Þá hefur hann auk þess verið lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu í körfuknattleik.
Martin hafði ekki spilað með íslenska landsliðinu í tvö ár eftir erfið hnémeiðsli en er nú mættur aftur til leiks og var stigahæstur í flottum endurkomusigri á Ungverjum í lok febrúar.