Þýskaland Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Þýska lögreglan þekkti til konunnar sem særði átján manns á lestarstöð í Hamborg á föstudag vegna geðrænna vandamála hennar. Hún var útskrifuð af geðdeild daginn fyrir árásina eftir þriggja vikna dvöl. Erlent 26.5.2025 09:37 Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis Tveir fyrrverandi stjórnendur bílaframleiðandans Volkswagen hlutu fangelsisdóma og tveir aðrir skilorðsbundna dóma fyrir svik vegna útblásturshneykslisins sem skók þýskan bílaiðnað í dag. Talið er að hneykslið hafi kostað Volkswagen meira en þrjátíu milljarða evra til þessa. Viðskipti erlent 26.5.2025 08:59 Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu. Erlent 24.5.2025 08:14 Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Tólf eru særðir eftir hnífstunguárás á aðallestarstöðinni í Hamborg. Kona hefur verið handtekinn af lögreglunni. Öll lestaumferð um stöðina hefur verið stöðvuð. Erlent 23.5.2025 17:53 Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Erlent 21.5.2025 14:30 Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig. Erlent 8.5.2025 15:42 Merz náði kjöri í annarri tilraun Þýska þingið staðfesti kjör Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem næsta kanslara Þýskalands. Merz beið niðurlægjandi og sögulegan ósigur þegar þingið greiddi fyrst atkvæði um tilnefningu hans í morgun. Erlent 6.5.2025 14:18 Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný. Erlent 6.5.2025 13:03 Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu. Erlent 6.5.2025 08:41 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. Erlent 3.5.2025 16:23 Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum. Erlent 2.5.2025 09:13 Þýskur kafbátur við Sundahöfn Herskip á vegum bandalagsríkja NATO eru nú við höfn í Reykjavík og munu taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingu eftir helgi. Innlent 25.4.2025 21:04 Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða. Viðskipti erlent 25.4.2025 07:01 Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. Erlent 22.4.2025 12:08 Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti. Viðskipti innlent 14.4.2025 18:44 Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. Viðskipti erlent 10.4.2025 06:35 Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. Innlent 9.4.2025 20:57 Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. Innlent 9.4.2025 19:07 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. Erlent 9.4.2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. Erlent 9.4.2025 11:06 Lækkanir halda áfram Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi. Viðskipti innlent 9.4.2025 08:04 Bjartara yfir við opnun markaða Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun. Viðskipti erlent 8.4.2025 08:01 Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. Viðskipti erlent 7.4.2025 08:48 Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld. Erlent 6.4.2025 11:48 Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. Erlent 6.4.2025 08:40 Saka Pútín um að draga lappirnar Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé. Erlent 4.4.2025 09:56 Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Þýsku geimflauginni Spectrum var skotið á loft frá norsku eyjunni Andoja í dag. Flaugin, sem var tóm, tókst á loft en þó aðeins í um þrjátíu sekúndur, áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 30.3.2025 20:45 Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á. Fótbolti 24.3.2025 18:31 Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum. Erlent 21.3.2025 14:29 Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Stjórnvöld í Þýskalandi hafa uppfært ferðaupplýsingar sínar varðandi ferðalög til Bandaríkjanna, þar sem fólk er varað við því að vegabréfsáritun eða ESTA-heimild séu ekki trygging fyrir því að komast inn í landið. Erlent 20.3.2025 10:05 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 40 ›
Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Þýska lögreglan þekkti til konunnar sem særði átján manns á lestarstöð í Hamborg á föstudag vegna geðrænna vandamála hennar. Hún var útskrifuð af geðdeild daginn fyrir árásina eftir þriggja vikna dvöl. Erlent 26.5.2025 09:37
Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis Tveir fyrrverandi stjórnendur bílaframleiðandans Volkswagen hlutu fangelsisdóma og tveir aðrir skilorðsbundna dóma fyrir svik vegna útblásturshneykslisins sem skók þýskan bílaiðnað í dag. Talið er að hneykslið hafi kostað Volkswagen meira en þrjátíu milljarða evra til þessa. Viðskipti erlent 26.5.2025 08:59
Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu. Erlent 24.5.2025 08:14
Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Tólf eru særðir eftir hnífstunguárás á aðallestarstöðinni í Hamborg. Kona hefur verið handtekinn af lögreglunni. Öll lestaumferð um stöðina hefur verið stöðvuð. Erlent 23.5.2025 17:53
Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Erlent 21.5.2025 14:30
Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig. Erlent 8.5.2025 15:42
Merz náði kjöri í annarri tilraun Þýska þingið staðfesti kjör Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem næsta kanslara Þýskalands. Merz beið niðurlægjandi og sögulegan ósigur þegar þingið greiddi fyrst atkvæði um tilnefningu hans í morgun. Erlent 6.5.2025 14:18
Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný. Erlent 6.5.2025 13:03
Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu. Erlent 6.5.2025 08:41
Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. Erlent 3.5.2025 16:23
Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum. Erlent 2.5.2025 09:13
Þýskur kafbátur við Sundahöfn Herskip á vegum bandalagsríkja NATO eru nú við höfn í Reykjavík og munu taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingu eftir helgi. Innlent 25.4.2025 21:04
Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða. Viðskipti erlent 25.4.2025 07:01
Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. Erlent 22.4.2025 12:08
Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti. Viðskipti innlent 14.4.2025 18:44
Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. Viðskipti erlent 10.4.2025 06:35
Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. Innlent 9.4.2025 20:57
Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. Innlent 9.4.2025 19:07
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. Erlent 9.4.2025 14:49
Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. Erlent 9.4.2025 11:06
Lækkanir halda áfram Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi. Viðskipti innlent 9.4.2025 08:04
Bjartara yfir við opnun markaða Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun. Viðskipti erlent 8.4.2025 08:01
Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. Viðskipti erlent 7.4.2025 08:48
Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld. Erlent 6.4.2025 11:48
Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. Erlent 6.4.2025 08:40
Saka Pútín um að draga lappirnar Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé. Erlent 4.4.2025 09:56
Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Þýsku geimflauginni Spectrum var skotið á loft frá norsku eyjunni Andoja í dag. Flaugin, sem var tóm, tókst á loft en þó aðeins í um þrjátíu sekúndur, áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 30.3.2025 20:45
Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á. Fótbolti 24.3.2025 18:31
Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum. Erlent 21.3.2025 14:29
Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Stjórnvöld í Þýskalandi hafa uppfært ferðaupplýsingar sínar varðandi ferðalög til Bandaríkjanna, þar sem fólk er varað við því að vegabréfsáritun eða ESTA-heimild séu ekki trygging fyrir því að komast inn í landið. Erlent 20.3.2025 10:05