Einn dagur í EM-umspil: Aðeins fimm voru með liðinu á síðasta EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 10:30 Arnór Ingvi Traustason, Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævvarsson fagna sigri á Englandi á EM 2016. Allir eru enn að spila en aðeins Arnór Ingvi er í landsliðinu. Getty/Federico Gambarini Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Þetta er þó mikið breytt lið frá því sem skrifaði nýjan kafla í íslensku fótboltasöguna fyrir tæpum átta síðan. Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Sjá meira
Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Sjá meira