Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 11:52 Åge Hareide sést hér á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu. Getty/Octavio Passos Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. Á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins, ræddi við blaðamenn í Búdapest í hádeginu ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrirliða landsliðsins. Það var fljótt ljóst að ísraelskir blaðamenn voru mættir á fundinn til að þjarma að norska þjálfaranum. Þeir vildu spyrja hann út í ummæli sín um stríðið. Åge sagðist ekki sjá eftir ummælum sínum þegar hann var spurður um ummæli sín varðandi stríðið í Gasa. Klippa: Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Age Hareide á fundinum „Ég kem frá þjóð þar sem er málfrelsi. Stundum verður ruglingur í þýðingu. Ég hef áhuga á pólitík og veit allt um gíslana (hjá Hamas)," segir Hareide og heldur áfram að útskýra mál sitt. „Ég hef ekkert á móti Ísraelsmönnum," sagði Hareide. Fleiri spurningar komu um stöðuna á Gasa og hvort hann skilji stöðuna. „Ég held að það sé ekki sanngjarnt að fara út í pólitíska umræðu núna. Ég vildi bara segja að við verðum að spila þennan leik, og að við erum bara að spila við knattspyrnumenn en ekki ísraelsku þjóðina," sagði Hareide. Hareide fékk líka spurningu frá sænskri blaðakonu um hvort til greina hafi komið að sniðganga leikinn. „Nei, við höfum ekki rætt það. Við höfum ekki átt neinar pólitískar samræður varðandi þetta. UEFA og þeir sem ráða í fótboltanum verða að ákveða þetta. Við erum fótboltamenn og ráðum því ekki hvað pólitíkusarnir gera," segir Hareide. Klippa: Blaðamannafundur Íslands í Búdapest Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins, ræddi við blaðamenn í Búdapest í hádeginu ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrirliða landsliðsins. Það var fljótt ljóst að ísraelskir blaðamenn voru mættir á fundinn til að þjarma að norska þjálfaranum. Þeir vildu spyrja hann út í ummæli sín um stríðið. Åge sagðist ekki sjá eftir ummælum sínum þegar hann var spurður um ummæli sín varðandi stríðið í Gasa. Klippa: Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Age Hareide á fundinum „Ég kem frá þjóð þar sem er málfrelsi. Stundum verður ruglingur í þýðingu. Ég hef áhuga á pólitík og veit allt um gíslana (hjá Hamas)," segir Hareide og heldur áfram að útskýra mál sitt. „Ég hef ekkert á móti Ísraelsmönnum," sagði Hareide. Fleiri spurningar komu um stöðuna á Gasa og hvort hann skilji stöðuna. „Ég held að það sé ekki sanngjarnt að fara út í pólitíska umræðu núna. Ég vildi bara segja að við verðum að spila þennan leik, og að við erum bara að spila við knattspyrnumenn en ekki ísraelsku þjóðina," sagði Hareide. Hareide fékk líka spurningu frá sænskri blaðakonu um hvort til greina hafi komið að sniðganga leikinn. „Nei, við höfum ekki rætt það. Við höfum ekki átt neinar pólitískar samræður varðandi þetta. UEFA og þeir sem ráða í fótboltanum verða að ákveða þetta. Við erum fótboltamenn og ráðum því ekki hvað pólitíkusarnir gera," segir Hareide. Klippa: Blaðamannafundur Íslands í Búdapest Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira