Tilefnið eru Hlustendaverðlaunin 2024 sem fram fara annað kvöld. Þau verða í beinni útsendingu á Vísi en að verðlaunahátíðinni standa útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977. Von er á sannkallaðri tónlistarveislu þar sem öllu verður tjaldað til.
Fram koma GDRN, Patr!k, Stjórnin, Magni, Hipsumhaps, Mugison, Diljá Péturs, XXX Rottweiler hundar og Herra Hnetusmjör. Um er að ræða ellefta skiptið sem hátíðin fer fram en sjá má lista yfir tónlistarmenn sem tilnefndir eru hér.