„Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 14:02 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson vilja gera framboðið að sameiginlegu verkefni. Aðsend „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira