Hitnar í fasteignamarkaði vegna íbúðakaupa Grindvíkinga Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2024 07:48 HMS segir fasteignaviðskipti nú vera drifin áfram af nýbyggingum, en hlutdeild þeirra í kaupsamningum hafi ekki verið jafnmikil á síðustu mánuðum og frá því að mælingar HMS hófust árið 2006. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi hitnað í febrúar, en vísitala íbúðaverðs og gögn um fasteignaauglýsingar gefa vísbendingu um aukna virkni og hærra íbúðaverð. Breytingin er mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en stofnunin telur að íbúðakaup Grindvíkinga hafi haft þessi áhrif á markaðinn. Í skýrslunni segir að markaðurinn hafi hins vegar farið nokkuð rólega í stað í janúar, þar sem kaupsamningum hafi fækkað á milli mánaða í öllum landshlutum. Þó hafi kaupsamningarnir fleiri en í janúar á síðasta ári. Leiguverð hækkar umfram almennt verðlag Fasteignaviðskipti eru nú drifin áfram af nýbyggingum og hefur hlutdeild þeirra í kaupsamningum ekki verið jafnmikil á síðustu mánuðum og frá því að mælingar HMS hófust árið 2006. Einnig eru merki um viðsnúning á leigumarkaði, þar sem leiguverð hækkar hratt umfram almennt verðlag. Einnig bendir leigumarkaðskönnun HMS til þess að staða leigjenda hafi versnað á síðasta ári. „Minni breytileiki er á leiguverði stærri íbúða eftir póstnúmerum, sem bendir til þess að leigjendur þeirra sækist ekki jafnmikið í að búa miðsvæðis í Reykjavík og leigjendur minni íbúða. Lánamarkaðurinn sýnir lítils háttar aukningu í hreinum nýjum útlánum á milli desember og janúar, þrátt fyrir að kaupsamningum fækkaði milli mánaða. Þetta bendir til aukinnar skuldsetningar fasteignakaupenda og að þeir séu háðari lánsfjármögnun en síðustu misseri. Byggingarmarkaðurinn hefur dregist saman á síðustu mánuðum, en fyrstu niðurstöður úr nýjustu íbúðatalningu HMS sýna að framkvæmdum hafi fækkað á síðustu 12 mánuðum. Á sama tíma hefur atvinnulausum fjölgað í byggingariðnaði. Færri börn og öldrun þjóðar kallar á fleiri íbúðir. Greining HMS á íbúðaþörf sýnir að færri íbúar búa nú í hverri íbúð en fyrir 30 árum síðan. Hins vegar bendir fækkun barna og fjölgun íbúa á efri árum til þess að fullorðnir búi þrengra en áður,“ segir á vef HMS. Mun fleiri fasteignir teknar úr sölu Í skýrslunni segir ennfremur að gögn um fasteignaauglýsingar bendi til að miklar breytingar hafi átt sér stað í umsvifum á fasteignamarkaði í febrúar. „Um 1.400 auglýstar fasteignir voru teknar úr sölu í febrúar og voru þær helmingi fleiri en í janúar. Hlutfallslega átti mesta breytingin sér stað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Vísbendingar um verðþrýsting má einnig sjá í nýrri vísitölu íbúðaverðs, sem HMS kynnti þriðjudaginn 19. mars. Hækkun vísitölunnar um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar er að mestu leyti tilkomin vegna verðhækkunar á fjölbýli, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1%. Hafa ber þó í huga að sveiflur eru á nýrri vísitölu íbúðaverðs og undirvísitölum hennar á milli mánaða, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,0% á tveimur mánuðum í febrúar. Vísitala fjölbýlis á landsbyggðinni hækkaði sérstaklega mikið, eða um 6,4% á milli mánaða. Þessi hækkun er fyrst og fremst tilkomin vegna aukinnar virkni á fasteignamarkaðnum á Suðvesturhorni landsins og voru kaupsamningar í Reykjanesbæ að minnsta kosti þrefalt fleiri í febrúar en í janúarmánuði,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Leigumarkaður Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en stofnunin telur að íbúðakaup Grindvíkinga hafi haft þessi áhrif á markaðinn. Í skýrslunni segir að markaðurinn hafi hins vegar farið nokkuð rólega í stað í janúar, þar sem kaupsamningum hafi fækkað á milli mánaða í öllum landshlutum. Þó hafi kaupsamningarnir fleiri en í janúar á síðasta ári. Leiguverð hækkar umfram almennt verðlag Fasteignaviðskipti eru nú drifin áfram af nýbyggingum og hefur hlutdeild þeirra í kaupsamningum ekki verið jafnmikil á síðustu mánuðum og frá því að mælingar HMS hófust árið 2006. Einnig eru merki um viðsnúning á leigumarkaði, þar sem leiguverð hækkar hratt umfram almennt verðlag. Einnig bendir leigumarkaðskönnun HMS til þess að staða leigjenda hafi versnað á síðasta ári. „Minni breytileiki er á leiguverði stærri íbúða eftir póstnúmerum, sem bendir til þess að leigjendur þeirra sækist ekki jafnmikið í að búa miðsvæðis í Reykjavík og leigjendur minni íbúða. Lánamarkaðurinn sýnir lítils háttar aukningu í hreinum nýjum útlánum á milli desember og janúar, þrátt fyrir að kaupsamningum fækkaði milli mánaða. Þetta bendir til aukinnar skuldsetningar fasteignakaupenda og að þeir séu háðari lánsfjármögnun en síðustu misseri. Byggingarmarkaðurinn hefur dregist saman á síðustu mánuðum, en fyrstu niðurstöður úr nýjustu íbúðatalningu HMS sýna að framkvæmdum hafi fækkað á síðustu 12 mánuðum. Á sama tíma hefur atvinnulausum fjölgað í byggingariðnaði. Færri börn og öldrun þjóðar kallar á fleiri íbúðir. Greining HMS á íbúðaþörf sýnir að færri íbúar búa nú í hverri íbúð en fyrir 30 árum síðan. Hins vegar bendir fækkun barna og fjölgun íbúa á efri árum til þess að fullorðnir búi þrengra en áður,“ segir á vef HMS. Mun fleiri fasteignir teknar úr sölu Í skýrslunni segir ennfremur að gögn um fasteignaauglýsingar bendi til að miklar breytingar hafi átt sér stað í umsvifum á fasteignamarkaði í febrúar. „Um 1.400 auglýstar fasteignir voru teknar úr sölu í febrúar og voru þær helmingi fleiri en í janúar. Hlutfallslega átti mesta breytingin sér stað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Vísbendingar um verðþrýsting má einnig sjá í nýrri vísitölu íbúðaverðs, sem HMS kynnti þriðjudaginn 19. mars. Hækkun vísitölunnar um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar er að mestu leyti tilkomin vegna verðhækkunar á fjölbýli, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1%. Hafa ber þó í huga að sveiflur eru á nýrri vísitölu íbúðaverðs og undirvísitölum hennar á milli mánaða, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,0% á tveimur mánuðum í febrúar. Vísitala fjölbýlis á landsbyggðinni hækkaði sérstaklega mikið, eða um 6,4% á milli mánaða. Þessi hækkun er fyrst og fremst tilkomin vegna aukinnar virkni á fasteignamarkaðnum á Suðvesturhorni landsins og voru kaupsamningar í Reykjanesbæ að minnsta kosti þrefalt fleiri í febrúar en í janúarmánuði,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Leigumarkaður Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira