Vill hafa sérstakar gætur á Blikabana í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 11:01 Eran Zahavi (lengst til hægri á mynd), markahrókur Ísraela, skoraði á Kópavogsvelli í vetur í leik sem mótmælendur með fána Palestínu settu sterkan svip á. vísir/Anton Það er ekki mikið um heimsþekkt nöfn í landsliði Ísraela, ekki frekar en því íslenska, en landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill að sínir menn hafi sérstakar gætur á 36 ára gömlum framherja mótherjanna í Búdapest í kvöld. Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Byggir á leiknum við Portúgal „Planið er að vera vel skipulagðir,“ segir Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson úti í Búdapest. „Við mættum mjög erfiðum mótherjum í síðasta leik undakeppninnar í Portúgal (í nóvember), og munum halda okkur við sama leikskipulag. Ég held að leikmönnunum líði best í þeirri uppstillingu. Við verðum að vinna saman, ekki gera nein kjánaleg mistök sem gefa auðveld mörk, og reyna að vera skipulagðir allar níutíu mínúturnar,“ segir Hareide. Leikurinn gæti þó orðið 120 mínútur og úrslitin jafnvel ráðist í vítaspyrnukeppni. „Hann er gamall en veit hvar markið er“ Spurður út í ísraelsku andstæðingana nefndi Norðmaðurinn sérstaklega hinn 36 ára gamla Eran Zahavi, framherja Maccabi Tel Aviv, sem skorað hefur 34 mörk í aðeins 73 landsleikjum. Hann er framherji Maccabi Tel Aviv og skoraði í báðum leikjum liðsins gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur. „Ef þeir fá pláss til að spila þá gera þeir það og nýta sér slík tækifæri. Þeir eru með mikinn markaskorara í Zahavi, hann er stórt nafn í hópnum. Hann er gamall en veit hvar markið er. Við verðum að hafa gætur á honum. En fyrst og fremst þurfum við að vera við sjálfir, og reyna að efla hvern leikmann til að eiga góðan leik. Það er það eina sem við getum gert, vera skipulagðir og með góðan liðsanda. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Hareide en Ísland er tveimur sigrum frá því að komast á stórmót í þriðja sinn í sögunni. Viðtalið við Hareide, sem tekið var í gær, má sjá hér að neðan. Þar segir hann engin sérstök meiðsli í íslenska hópnum en nú er ljóst að fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson missir af leiknum vegna meiðsla. Klippa: Åge um leikinn gegn Ísrael Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Áfall fyrir Ísland: Jóhann fyrirliði ekki með í kvöld Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fyrirliðabandið í leiknum mikilvæga við Ísrael í Búdapest í kvöld, í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta. 21. mars 2024 08:59 Ofsóttur í bílakjallara og á flugvelli en dæmir leik Íslands í sömu borg í kvöld Enski dómarinn Anthony Taylor verður með flautuna í leiknum mikilvæga í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta. 21. mars 2024 07:34 Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Byggir á leiknum við Portúgal „Planið er að vera vel skipulagðir,“ segir Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson úti í Búdapest. „Við mættum mjög erfiðum mótherjum í síðasta leik undakeppninnar í Portúgal (í nóvember), og munum halda okkur við sama leikskipulag. Ég held að leikmönnunum líði best í þeirri uppstillingu. Við verðum að vinna saman, ekki gera nein kjánaleg mistök sem gefa auðveld mörk, og reyna að vera skipulagðir allar níutíu mínúturnar,“ segir Hareide. Leikurinn gæti þó orðið 120 mínútur og úrslitin jafnvel ráðist í vítaspyrnukeppni. „Hann er gamall en veit hvar markið er“ Spurður út í ísraelsku andstæðingana nefndi Norðmaðurinn sérstaklega hinn 36 ára gamla Eran Zahavi, framherja Maccabi Tel Aviv, sem skorað hefur 34 mörk í aðeins 73 landsleikjum. Hann er framherji Maccabi Tel Aviv og skoraði í báðum leikjum liðsins gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur. „Ef þeir fá pláss til að spila þá gera þeir það og nýta sér slík tækifæri. Þeir eru með mikinn markaskorara í Zahavi, hann er stórt nafn í hópnum. Hann er gamall en veit hvar markið er. Við verðum að hafa gætur á honum. En fyrst og fremst þurfum við að vera við sjálfir, og reyna að efla hvern leikmann til að eiga góðan leik. Það er það eina sem við getum gert, vera skipulagðir og með góðan liðsanda. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Hareide en Ísland er tveimur sigrum frá því að komast á stórmót í þriðja sinn í sögunni. Viðtalið við Hareide, sem tekið var í gær, má sjá hér að neðan. Þar segir hann engin sérstök meiðsli í íslenska hópnum en nú er ljóst að fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson missir af leiknum vegna meiðsla. Klippa: Åge um leikinn gegn Ísrael Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Áfall fyrir Ísland: Jóhann fyrirliði ekki með í kvöld Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fyrirliðabandið í leiknum mikilvæga við Ísrael í Búdapest í kvöld, í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta. 21. mars 2024 08:59 Ofsóttur í bílakjallara og á flugvelli en dæmir leik Íslands í sömu borg í kvöld Enski dómarinn Anthony Taylor verður með flautuna í leiknum mikilvæga í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta. 21. mars 2024 07:34 Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Áfall fyrir Ísland: Jóhann fyrirliði ekki með í kvöld Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fyrirliðabandið í leiknum mikilvæga við Ísrael í Búdapest í kvöld, í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta. 21. mars 2024 08:59
Ofsóttur í bílakjallara og á flugvelli en dæmir leik Íslands í sömu borg í kvöld Enski dómarinn Anthony Taylor verður með flautuna í leiknum mikilvæga í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta. 21. mars 2024 07:34
Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18