Færðu forseta Íslands mislita sokka Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2024 14:13 Forseti Íslands með glæsilegum hópi gesta í tilefni alþjóðadags Downs heilkennisins. Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. Hefð hefur verið fyrir því í forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Félag áhugafólks um Downs heilkenni heimsæki forsetann og færi honum mislita sokka að gjöf. Guðjón Gísli Kristinsson myndlistarmaður hannaði sokkana að þessu sinni með Guðjóni Tryggvasyni fatahönnuði.Stöð 2/Sigurjón „Stundum þarf táknrænar leiðir til að vekja athygli á hinu sjálfsagða. Ef það eru skræpóttir sokkar, þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“sagði forsetinn glaður í bragði þegar hann bauð nokkra krakka og fullorðna með Downs heilkenni og aðstandendur velkomna á Bessastaði. Að þessu sinni eru sokkarnir íslensk hönnun úr smiðju Guðjóns Tryggvasonar fatahönnuðar og Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns, sem fæddist með Downs heilkenni. Guðmundur Ármann Pétursson formaður áhugafólks um Downs heilkennið segir mjög mikilvægt að eiga þennan dag til að minna á málefnið.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið segir daginn hafa mikla þýðingu fyrir fólk með Downs heilkenni og aðstandendur þeirra. „Við náum að fá þessa athygli, vekja athygli á hagsmunum fólks með Downs heilkenni. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir okkur," segir Guðmundur Ármann. Sameinuðu þjóðirnar hafi gert þetta að alþjóðlegum degi Downs heilkennis árið 2011. Guðjón Gísli Kristinsson listamaður sem fæddist með Downs heilkenni afhenti forseta Íslands tvenn pör af mislitum sokkum í dag. Ein fyrir forsetan og önnur fyrir Elizu forsetafrú. Guðjón tryggvason fatahönnuð kom einnig að hönnun sokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Og sögðu þá meðal annars frá því að Downs heilkenni er erfðabreytileiki sem hefur verið með mannkyni alla tíð. Það er ekki eitthvað að eða öðruvísi. Þetta er bara erfðabreytileiki og við erum að fagna því. Við erum að fagna lífinu og því að við viljum búa í fjölbreyttu samfélagi þar sem allir eiga að eiga jafnan aðgang,“ sagði Guðmundur Ármann á Bessastöðum í morgun. Forsetinn lætur ekki nægja að taka á móti hópnum á Bessastöðum. Hann ætlar líka að mæta í partý og dansleik félagsins í Þróttaraheimilinu í kvöld þar sem Herra Hnetusmjör heldur uppi fjörinu. Guðni segir þetta með skemmtilegri embættisverkum hans. En hér væri líka alvara á ferð því með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fæddum börnum með Downs heilkenni. „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Downs-heilkenni Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Hefð hefur verið fyrir því í forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Félag áhugafólks um Downs heilkenni heimsæki forsetann og færi honum mislita sokka að gjöf. Guðjón Gísli Kristinsson myndlistarmaður hannaði sokkana að þessu sinni með Guðjóni Tryggvasyni fatahönnuði.Stöð 2/Sigurjón „Stundum þarf táknrænar leiðir til að vekja athygli á hinu sjálfsagða. Ef það eru skræpóttir sokkar, þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“sagði forsetinn glaður í bragði þegar hann bauð nokkra krakka og fullorðna með Downs heilkenni og aðstandendur velkomna á Bessastaði. Að þessu sinni eru sokkarnir íslensk hönnun úr smiðju Guðjóns Tryggvasonar fatahönnuðar og Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns, sem fæddist með Downs heilkenni. Guðmundur Ármann Pétursson formaður áhugafólks um Downs heilkennið segir mjög mikilvægt að eiga þennan dag til að minna á málefnið.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið segir daginn hafa mikla þýðingu fyrir fólk með Downs heilkenni og aðstandendur þeirra. „Við náum að fá þessa athygli, vekja athygli á hagsmunum fólks með Downs heilkenni. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir okkur," segir Guðmundur Ármann. Sameinuðu þjóðirnar hafi gert þetta að alþjóðlegum degi Downs heilkennis árið 2011. Guðjón Gísli Kristinsson listamaður sem fæddist með Downs heilkenni afhenti forseta Íslands tvenn pör af mislitum sokkum í dag. Ein fyrir forsetan og önnur fyrir Elizu forsetafrú. Guðjón tryggvason fatahönnuð kom einnig að hönnun sokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Og sögðu þá meðal annars frá því að Downs heilkenni er erfðabreytileiki sem hefur verið með mannkyni alla tíð. Það er ekki eitthvað að eða öðruvísi. Þetta er bara erfðabreytileiki og við erum að fagna því. Við erum að fagna lífinu og því að við viljum búa í fjölbreyttu samfélagi þar sem allir eiga að eiga jafnan aðgang,“ sagði Guðmundur Ármann á Bessastöðum í morgun. Forsetinn lætur ekki nægja að taka á móti hópnum á Bessastöðum. Hann ætlar líka að mæta í partý og dansleik félagsins í Þróttaraheimilinu í kvöld þar sem Herra Hnetusmjör heldur uppi fjörinu. Guðni segir þetta með skemmtilegri embættisverkum hans. En hér væri líka alvara á ferð því með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fæddum börnum með Downs heilkenni. „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Downs-heilkenni Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira