Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2024 20:01 Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid bíða gesta á hlaðinu á Bessastöðum. forsetaembættið Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira