Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2024 20:01 Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid bíða gesta á hlaðinu á Bessastöðum. forsetaembættið Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira