Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2024 20:42 Albert fagnar í kvöld. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira