„Smá heppni með okkur og góður karakter“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2024 22:37 Guðlaugur Victor Pálsson stóð sína vakt vel í hægri bakverðinum í kvöld. David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var eðlilega stoltur af liðinu eftir magnaðan 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld. Með sigrinum er Ísland nú aðeins einum sigri frá sæti á EM í sumar. Íslenska liðið sýndi mikinn karakter að snúa leiknum við eftir að hafa lent undir eftir tæplega hálftíma leik, en Ísrael skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu stuttu eftir að íslenska liðið hafði klikkað á algjöru dauðafæri. „Við byrjum náttúrulega bara leikinn illa. Svo fengum við þetta dauðafæri en við áttum það ekkert skilið,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali eftir leik. „Við vorum ekki góðir á bolta eða án bolta, en við náðum að svara fyrir okkur með frábæru aukaspyrnumarki og svo eftir annað fast leikatriði. Svo förum við bara inn í hálfleikinn og ræðum aðeins málin. Það var auðvitað smá heppni með í þessu í dag þegar þeir klúðra víti, en þetta var frábær karakter.“ Þá segir Guðlaugur að íslensku strákarnir hafi oft og tíðum sýnt það í leik kvöldsins að þeir eru með betra fótboltalið en Ísraelarnir. „Við sýndum það vel seinni hluta fyrri hálfleiks. Við sýndum það kannski ekkert mikið í seinni hálfleik, en síðustu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik vorum við með miklu betri stjórn og vorum að spila boltanum meira. Eitthvað sem við hefðum átt að gera miklu fyrr. Við breyttum aðeins taktíkinni okkar og sköpuðum okkur aðeins meira pláss.“ „En heilt yfir voru mörkin okkar úr föstum leikatriðum eftir góðan kafla í enda fyrri hálfleiks. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga eftir þennan leik, alveg fullt, og eins og ég segi var líka heppni með okkur. En þetta var góður karakter og við börðumst vel. Við vorum að djöflast og reyndum að fara í öll þessi einvígi. Þeir voru ekkert lélegir og voru bara flottir þegar kom að því að vera með boltann. Þeir voru að fylla vængsvæðin og gerðu okkur erfitt fyrir. En eins og ég segi þá var smá heppni með okkur og góður karakter sem við tökum með okkur. Við tökum þennan sigur og við fengum frábærar einstaklingsframmistöður hér í kvöld. Nú er það bara Úkraína.“ Að lokum var Guðlaugur beðinn um að lýsa frammistöðu Alberts Guðmundssonar, sem skoraði þrennu í leik kvöldsins. Hann bauð upp á stutt og laggott svar. „Bara stórkostlegur,“ sagði Guðlaugur einfaldlega að lokum. Klippa: Guðlaugur Victor eftir Ísraelsleikinn Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. 21. mars 2024 22:27 Samfélagsmiðlar yfir leiknum: Ísland fer á EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Eins og svo oft áður voru Íslendingar virkir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð. 21. mars 2024 22:22 Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 21. mars 2024 22:07 Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Íslenska liðið sýndi mikinn karakter að snúa leiknum við eftir að hafa lent undir eftir tæplega hálftíma leik, en Ísrael skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu stuttu eftir að íslenska liðið hafði klikkað á algjöru dauðafæri. „Við byrjum náttúrulega bara leikinn illa. Svo fengum við þetta dauðafæri en við áttum það ekkert skilið,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali eftir leik. „Við vorum ekki góðir á bolta eða án bolta, en við náðum að svara fyrir okkur með frábæru aukaspyrnumarki og svo eftir annað fast leikatriði. Svo förum við bara inn í hálfleikinn og ræðum aðeins málin. Það var auðvitað smá heppni með í þessu í dag þegar þeir klúðra víti, en þetta var frábær karakter.“ Þá segir Guðlaugur að íslensku strákarnir hafi oft og tíðum sýnt það í leik kvöldsins að þeir eru með betra fótboltalið en Ísraelarnir. „Við sýndum það vel seinni hluta fyrri hálfleiks. Við sýndum það kannski ekkert mikið í seinni hálfleik, en síðustu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik vorum við með miklu betri stjórn og vorum að spila boltanum meira. Eitthvað sem við hefðum átt að gera miklu fyrr. Við breyttum aðeins taktíkinni okkar og sköpuðum okkur aðeins meira pláss.“ „En heilt yfir voru mörkin okkar úr föstum leikatriðum eftir góðan kafla í enda fyrri hálfleiks. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga eftir þennan leik, alveg fullt, og eins og ég segi var líka heppni með okkur. En þetta var góður karakter og við börðumst vel. Við vorum að djöflast og reyndum að fara í öll þessi einvígi. Þeir voru ekkert lélegir og voru bara flottir þegar kom að því að vera með boltann. Þeir voru að fylla vængsvæðin og gerðu okkur erfitt fyrir. En eins og ég segi þá var smá heppni með okkur og góður karakter sem við tökum með okkur. Við tökum þennan sigur og við fengum frábærar einstaklingsframmistöður hér í kvöld. Nú er það bara Úkraína.“ Að lokum var Guðlaugur beðinn um að lýsa frammistöðu Alberts Guðmundssonar, sem skoraði þrennu í leik kvöldsins. Hann bauð upp á stutt og laggott svar. „Bara stórkostlegur,“ sagði Guðlaugur einfaldlega að lokum. Klippa: Guðlaugur Victor eftir Ísraelsleikinn Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. 21. mars 2024 22:27 Samfélagsmiðlar yfir leiknum: Ísland fer á EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Eins og svo oft áður voru Íslendingar virkir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð. 21. mars 2024 22:22 Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 21. mars 2024 22:07 Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
„Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. 21. mars 2024 22:27
Samfélagsmiðlar yfir leiknum: Ísland fer á EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Eins og svo oft áður voru Íslendingar virkir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð. 21. mars 2024 22:22
Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 21. mars 2024 22:07
Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42