„Maður vinnur sér inn heppni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 22:42 Age Hareide á hliðarlínunni í leik kvöldsins. (AP Photo/Darko Vojinovic) Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. „Ég er mjög ánægður. Mér fannst strákarnir gera vel og þeir lögðu hart að sér. Það var ekki allt gott en vinnuframlagið og hæfileikar leikmanna skinu í gegn. Það þarf að hafa heppnina með sér og maður vinnur sér inn heppni,“ sagði Åge Hareide við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann eftir leik. Åge var sérstaklega ánægður með karakterinn sem íslenska liðið sýndi. Ísrael náði forystu örskömmu eftir að Orri Steinn Óskarsson misnotaði algjöru dauðafæri. „Andinn í liðinu hefur verið góður á æfingum. Þetta er góður leikmannahópur sem stendur saman. Þeir settu höfuðin ekki niður heldur héldu áfram að vinna eftir færið hjá Orra og síðan vítið sem við fengum á okkur. Þá var allt á móti okkur en þeir breyttu því og það var mjög vel gert. Þetta er gott fyrir liðið og stemmninguna í hópnum.“ Þá hrósaði Hardeide Alberti Guðmundssyni sem skoraði þrennu í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur Íslands. „Hann var frábær. Ég hef séð alla leiki hans hjá Genoa þar sem hann gefur gert mjög vel. Ég vissi að hann yrði mjög mikilvægur fyrir okkur ef hann gæti spilað, það var spurningin. Við erum mjög góðir að hann gæti spilað með okkur og vonum að allt falli með okkur í næsta leik gegn Bosníu,“ sagði Hareide að lokum en var þó snarlega leiðréttur af Stefáni Árna enda vann Úkraína sigur á Bosníu í kvöld með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Klippa: Hareide hress Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Mér fannst strákarnir gera vel og þeir lögðu hart að sér. Það var ekki allt gott en vinnuframlagið og hæfileikar leikmanna skinu í gegn. Það þarf að hafa heppnina með sér og maður vinnur sér inn heppni,“ sagði Åge Hareide við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann eftir leik. Åge var sérstaklega ánægður með karakterinn sem íslenska liðið sýndi. Ísrael náði forystu örskömmu eftir að Orri Steinn Óskarsson misnotaði algjöru dauðafæri. „Andinn í liðinu hefur verið góður á æfingum. Þetta er góður leikmannahópur sem stendur saman. Þeir settu höfuðin ekki niður heldur héldu áfram að vinna eftir færið hjá Orra og síðan vítið sem við fengum á okkur. Þá var allt á móti okkur en þeir breyttu því og það var mjög vel gert. Þetta er gott fyrir liðið og stemmninguna í hópnum.“ Þá hrósaði Hardeide Alberti Guðmundssyni sem skoraði þrennu í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur Íslands. „Hann var frábær. Ég hef séð alla leiki hans hjá Genoa þar sem hann gefur gert mjög vel. Ég vissi að hann yrði mjög mikilvægur fyrir okkur ef hann gæti spilað, það var spurningin. Við erum mjög góðir að hann gæti spilað með okkur og vonum að allt falli með okkur í næsta leik gegn Bosníu,“ sagði Hareide að lokum en var þó snarlega leiðréttur af Stefáni Árna enda vann Úkraína sigur á Bosníu í kvöld með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Klippa: Hareide hress Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira