Björgvin og Sara með yfirburði en þetta eru þau efstu á Íslandi í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru einu Íslendingarnir inn á topp hundrað í CrossFit Open í ár. @sarasigmunds og @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru langefst Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en niðurstöður úr þriðju og síðustu viku CrossFit Open hafa nú verið staðfestar. Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games
CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti