Ungstirnið brjálað eftir tapið gegn Íslandi og ljót hróp rannsökuð Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 09:31 Oscar Gloukh með boltann í leiknum við Ísland í Búdapest í gærkvöld. Getty/Alex Nicodim Hinn 19 ára gamli Oscar Gloukh, vonarstjarna Ísraela og leikmaður RB Salzburg, var vægast sagt illur eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Hann strunsaði inn til búningsklefa og lét ljót orð falla í leikmannagöngunum. Það kom mjög á óvart að Gloukh skyldi ekki fá sæti í byrjunarliði þjálfarans Alon Hazan í gær. Hann kom aftur á móti inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, þegar Ísland var komið í 2-1, en tókst ekki að koma í veg fyrir 4-1 sigur íslenska liðsins. Sport 5 í Ísrael segir að ísraelska knattspyrnusambandið muni skoða hvað gekk á í leikmannagöngunum eftir leik, og segir að þar hafi Gloch heyrst kalla eitthvað á borð við: „Hópur af fatlafólum.“ Gloukh, sem skorað hefur þrjú mörk í ellefu A-landsleikjum, vann silfur með U19-landsliði Ísraels á EM fyrir tveimur árum, skoraði þrjú mörk og var valinn í lið mótsins. Miklar vonir eru því bundnar við þennan unga landsliðsmann og Sport 5 segir að hann hafi verið æfur þegar landsliðsþjálfarinn tilkynnti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Gloukh veitti hins vegar ekki viðtöl eftir tapið í gær. Þjálfarinn Hazan var aftur á móti krafinn svara um af hverju miðjumaðurinn ungi fékk ekki sæti í byrjunarliðinu: „Ég kenni sjálfum mér ekki um neitt. Við gerðum vel í byrjun leiksins en ég mun skoða þetta betur. Oscar átti að auka hraðann þegar hann kom inn og gerði vel. Við ákváðum að gera breytingu í hálfleik og bæði Oscar og aðrir færðu liðinu aukinn kraft í upphafi seinni hálfleiks. En svona er að vera þjálfari, ég tek ákvarðanir sem ég tel réttar hverju sinni,“ sagði Hazan sem ísraelskir miðlar segja að verði nú rekinn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22. mars 2024 07:31 KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. 21. mars 2024 22:48 „Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. 21. mars 2024 22:42 Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Það kom mjög á óvart að Gloukh skyldi ekki fá sæti í byrjunarliði þjálfarans Alon Hazan í gær. Hann kom aftur á móti inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, þegar Ísland var komið í 2-1, en tókst ekki að koma í veg fyrir 4-1 sigur íslenska liðsins. Sport 5 í Ísrael segir að ísraelska knattspyrnusambandið muni skoða hvað gekk á í leikmannagöngunum eftir leik, og segir að þar hafi Gloch heyrst kalla eitthvað á borð við: „Hópur af fatlafólum.“ Gloukh, sem skorað hefur þrjú mörk í ellefu A-landsleikjum, vann silfur með U19-landsliði Ísraels á EM fyrir tveimur árum, skoraði þrjú mörk og var valinn í lið mótsins. Miklar vonir eru því bundnar við þennan unga landsliðsmann og Sport 5 segir að hann hafi verið æfur þegar landsliðsþjálfarinn tilkynnti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Gloukh veitti hins vegar ekki viðtöl eftir tapið í gær. Þjálfarinn Hazan var aftur á móti krafinn svara um af hverju miðjumaðurinn ungi fékk ekki sæti í byrjunarliðinu: „Ég kenni sjálfum mér ekki um neitt. Við gerðum vel í byrjun leiksins en ég mun skoða þetta betur. Oscar átti að auka hraðann þegar hann kom inn og gerði vel. Við ákváðum að gera breytingu í hálfleik og bæði Oscar og aðrir færðu liðinu aukinn kraft í upphafi seinni hálfleiks. En svona er að vera þjálfari, ég tek ákvarðanir sem ég tel réttar hverju sinni,“ sagði Hazan sem ísraelskir miðlar segja að verði nú rekinn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22. mars 2024 07:31 KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. 21. mars 2024 22:48 „Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. 21. mars 2024 22:42 Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22. mars 2024 07:31
KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. 21. mars 2024 22:48
„Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. 21. mars 2024 22:42
Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42