„Ekki fallega gert af Gylfa“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Val í vikunni, eftir að hafa skrifað undir samning við félagið í síðustu viku. vísir/Vilhelm Draumur allra FH-inga var að Gylfi Þór Sigurðsson myndi snúa aftur í Kaplakrika og spila með uppeldisfélagi sínu á lokastigum ferilsins. Hann mun hins vegar spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni sem leikmaður Vals í sumar. Það er þó alls ekki vegna áhugaleysis FH sem að Gylfi endaði hjá Val, eftir því sem Jón Erling Ragnarsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild FH, skrifar á Facebook. Honum sárnar að Gylfi skuli hafa gefið annað í skyn og segir hann einfaldlega hafa vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. Jón Erling vísar í viðtal við mbl.is þar sem Gylfi útskýrði af hverju hann hætti við gamlar fyrirætlanir sínar um að snúa aftur í Krikann: „Ég heyrði ekkert frá Breiðabliki á meðan FH-ingar buðu mér að koma á æfingar hjá sér. Bæði síðasta sumar og mér var einnig boðið með liðinu í æfingaferð til Spánar þar sem það er statt núna. Mér var hins vegar aldrei boðinn samningur hjá þessum félögum. Ég var ekki alveg á þeim buxunum að fara að hringja beint í þá og biðja um samning en svona er þetta stundum. Ég bjóst ekki við því að spila aftur á Íslandi og ég bjóst ekki við því að spila með öðru félagi en FH á Íslandi en það gerast stundum óvæntir hlutir í þessu lífi,“ sagði Gylfi. Sakar Gylfa um að gefa í skyn að hann hafi beðið eftir tilboði FH Jón Erling vísar í þessi ummæli á Facebook og skrifar: „Draumur allra FH-inga að fá að sjá Gylfa leika i FH treyjunni á Kaplakrika varð ekki að veruleika og í staðinn valdi hann Valstreyjuna! Það var hins vegar ekki fallega gert af Gylfa að ítrekað gefa í skyn að hann hefði beðið við faxtækið eftir tilboði frá FH, „en því miður“ ekki fengið!“ Þegar Gylfi sneri aftur í fótbolta síðasta sumar, eftir tveggja ára hlé, tók hann sínar fyrstu liðsæfingar með Val. Hann endaði svo á að ganga í raðir Lyngby í Danmörku, þá undir stjórn Freys Alexanderssonar, en rifti samningi þar í byrjun þess árs og var kynntur sem leikmaður Vals í síðustu viku. Hafi vitað að FH myndi ekki greiða sömu laun Jón Erling segir að Gylfa hafi hins vegar alltaf staðið til boða að koma í Krikann. Gylfi og umboðsmenn hans hafi hins vegar vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. „Gylfa Þór var nefnilega formlega boðið að æfa með félaginu [FH] þegar hann tók aftur fram knattspyrnuskóna eins og hann hefur sjálfur staðfest. Ef hugur Gylfa hefði leitað heim til uppeldisfélagsins, þá hefði hann fyrst sennilega þegið boðið að æfa með félaginu, nú eða þá að umboðsmenn hans hefðu látið félagið vita að hann hefði hug á að koma heim og leika knattspyrnu - líkt og kaupin gerast á eyrinni og er þeirra helsta hlutverk!“ skrifar Jón Erling og bætir við að lokum: „Það er lang-heiðarlegast að segja hlutina eins og þeir eru! Það er ljóst að Gylfi í formi er of góður fyrir Bestu deildina og því þyngdar sinnar virði í gulli! Gylfi og umboðsmenn vissu að FH væri ekki tilbúið að greiða leikmanninum laun sem nema hið minnsta ársframlagi ÍTF til knattspyrnudeildar FH fyrir meistaraflokk karla og kvenna - skv þeim fjárhæðum sem hafa verið nefndar i fjölmiðlum! Fimleikafélagið á engar íbúðir eða blokkir eða land til að selja til að standa við slíkan samning - og alla hina! FH er einfaldlega á annarri vegferð og á fullri ferð að búa til skemmtilegt lið sem er stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem völdu að leika með Fimleikafélaginu!“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Það er þó alls ekki vegna áhugaleysis FH sem að Gylfi endaði hjá Val, eftir því sem Jón Erling Ragnarsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild FH, skrifar á Facebook. Honum sárnar að Gylfi skuli hafa gefið annað í skyn og segir hann einfaldlega hafa vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. Jón Erling vísar í viðtal við mbl.is þar sem Gylfi útskýrði af hverju hann hætti við gamlar fyrirætlanir sínar um að snúa aftur í Krikann: „Ég heyrði ekkert frá Breiðabliki á meðan FH-ingar buðu mér að koma á æfingar hjá sér. Bæði síðasta sumar og mér var einnig boðið með liðinu í æfingaferð til Spánar þar sem það er statt núna. Mér var hins vegar aldrei boðinn samningur hjá þessum félögum. Ég var ekki alveg á þeim buxunum að fara að hringja beint í þá og biðja um samning en svona er þetta stundum. Ég bjóst ekki við því að spila aftur á Íslandi og ég bjóst ekki við því að spila með öðru félagi en FH á Íslandi en það gerast stundum óvæntir hlutir í þessu lífi,“ sagði Gylfi. Sakar Gylfa um að gefa í skyn að hann hafi beðið eftir tilboði FH Jón Erling vísar í þessi ummæli á Facebook og skrifar: „Draumur allra FH-inga að fá að sjá Gylfa leika i FH treyjunni á Kaplakrika varð ekki að veruleika og í staðinn valdi hann Valstreyjuna! Það var hins vegar ekki fallega gert af Gylfa að ítrekað gefa í skyn að hann hefði beðið við faxtækið eftir tilboði frá FH, „en því miður“ ekki fengið!“ Þegar Gylfi sneri aftur í fótbolta síðasta sumar, eftir tveggja ára hlé, tók hann sínar fyrstu liðsæfingar með Val. Hann endaði svo á að ganga í raðir Lyngby í Danmörku, þá undir stjórn Freys Alexanderssonar, en rifti samningi þar í byrjun þess árs og var kynntur sem leikmaður Vals í síðustu viku. Hafi vitað að FH myndi ekki greiða sömu laun Jón Erling segir að Gylfa hafi hins vegar alltaf staðið til boða að koma í Krikann. Gylfi og umboðsmenn hans hafi hins vegar vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. „Gylfa Þór var nefnilega formlega boðið að æfa með félaginu [FH] þegar hann tók aftur fram knattspyrnuskóna eins og hann hefur sjálfur staðfest. Ef hugur Gylfa hefði leitað heim til uppeldisfélagsins, þá hefði hann fyrst sennilega þegið boðið að æfa með félaginu, nú eða þá að umboðsmenn hans hefðu látið félagið vita að hann hefði hug á að koma heim og leika knattspyrnu - líkt og kaupin gerast á eyrinni og er þeirra helsta hlutverk!“ skrifar Jón Erling og bætir við að lokum: „Það er lang-heiðarlegast að segja hlutina eins og þeir eru! Það er ljóst að Gylfi í formi er of góður fyrir Bestu deildina og því þyngdar sinnar virði í gulli! Gylfi og umboðsmenn vissu að FH væri ekki tilbúið að greiða leikmanninum laun sem nema hið minnsta ársframlagi ÍTF til knattspyrnudeildar FH fyrir meistaraflokk karla og kvenna - skv þeim fjárhæðum sem hafa verið nefndar i fjölmiðlum! Fimleikafélagið á engar íbúðir eða blokkir eða land til að selja til að standa við slíkan samning - og alla hina! FH er einfaldlega á annarri vegferð og á fullri ferð að búa til skemmtilegt lið sem er stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem völdu að leika með Fimleikafélaginu!“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira