Hæstiréttur tekur ekki fyrir níu ára gamalt nauðgunarmál Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2024 12:02 Hæstiréttur segir að málið hafi ekki verulega almenna þýðingu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Fjölnis Guðsteinssonar, sem hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Landsrétti í desember fyrir nauðgun sem átti sér stað í júní 2015. Fjölnir setti mikið út á niðurstöðu Landsréttar. Hann vildi meina að lögreglan hefði ekki aflað mikilvægra sönnunargagna í málinu. Hún hafi ekki rannsakað blóðsýni úr þolanda málsins áður en því var fargað, sem hann sagði að hefði sýnt fram á ölvun þolandans. Hann sagði mikilvægt að fá úrlausn í mál þar sem lögregla afli ekki gagna, sem að hans sögn afdráttarlaust getað leitt til sýknu hefði þeirra verið aflað. Þá vildi Fjölnir meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og horft hefði verið framhjá ákvæðum stjórnarskrár, alþjóðlegra mannréttindasáttmála og meginreglna sakamálaréttarfars. Hæstiréttur hins vegar sagði að máliðlytu ekki að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða að mikilvægt væri af öðrum ástæðum að fá úrlausn dómstólsins. Þar að auki byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, sem er ekki endurskoðað í Hæstarétti. Mál Fjölnis hefur verið í sífelldri umfjöllun dómstóla síðastliðin ár. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á síðasta ári að málið skyldi tekið upp á ný, og líkt og áður segir gaf Landsréttur honum átján mánaða dóm í desember. Lengi vegna Landsréttarmálsins Málið var tekið upp á ný í fyrra vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Vaknaði og sá hann stara „ógeðslega skringilega“ í augu sín Fjölni var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Landsréttur mat framburð brotaþola trúverðugan, en sagði frásögn Fjölnis ótrúverðug. Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Fjölnir setti mikið út á niðurstöðu Landsréttar. Hann vildi meina að lögreglan hefði ekki aflað mikilvægra sönnunargagna í málinu. Hún hafi ekki rannsakað blóðsýni úr þolanda málsins áður en því var fargað, sem hann sagði að hefði sýnt fram á ölvun þolandans. Hann sagði mikilvægt að fá úrlausn í mál þar sem lögregla afli ekki gagna, sem að hans sögn afdráttarlaust getað leitt til sýknu hefði þeirra verið aflað. Þá vildi Fjölnir meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og horft hefði verið framhjá ákvæðum stjórnarskrár, alþjóðlegra mannréttindasáttmála og meginreglna sakamálaréttarfars. Hæstiréttur hins vegar sagði að máliðlytu ekki að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða að mikilvægt væri af öðrum ástæðum að fá úrlausn dómstólsins. Þar að auki byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, sem er ekki endurskoðað í Hæstarétti. Mál Fjölnis hefur verið í sífelldri umfjöllun dómstóla síðastliðin ár. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á síðasta ári að málið skyldi tekið upp á ný, og líkt og áður segir gaf Landsréttur honum átján mánaða dóm í desember. Lengi vegna Landsréttarmálsins Málið var tekið upp á ný í fyrra vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Vaknaði og sá hann stara „ógeðslega skringilega“ í augu sín Fjölni var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Landsréttur mat framburð brotaþola trúverðugan, en sagði frásögn Fjölnis ótrúverðug.
Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira