Hæstiréttur tekur ekki fyrir níu ára gamalt nauðgunarmál Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2024 12:02 Hæstiréttur segir að málið hafi ekki verulega almenna þýðingu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Fjölnis Guðsteinssonar, sem hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Landsrétti í desember fyrir nauðgun sem átti sér stað í júní 2015. Fjölnir setti mikið út á niðurstöðu Landsréttar. Hann vildi meina að lögreglan hefði ekki aflað mikilvægra sönnunargagna í málinu. Hún hafi ekki rannsakað blóðsýni úr þolanda málsins áður en því var fargað, sem hann sagði að hefði sýnt fram á ölvun þolandans. Hann sagði mikilvægt að fá úrlausn í mál þar sem lögregla afli ekki gagna, sem að hans sögn afdráttarlaust getað leitt til sýknu hefði þeirra verið aflað. Þá vildi Fjölnir meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og horft hefði verið framhjá ákvæðum stjórnarskrár, alþjóðlegra mannréttindasáttmála og meginreglna sakamálaréttarfars. Hæstiréttur hins vegar sagði að máliðlytu ekki að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða að mikilvægt væri af öðrum ástæðum að fá úrlausn dómstólsins. Þar að auki byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, sem er ekki endurskoðað í Hæstarétti. Mál Fjölnis hefur verið í sífelldri umfjöllun dómstóla síðastliðin ár. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á síðasta ári að málið skyldi tekið upp á ný, og líkt og áður segir gaf Landsréttur honum átján mánaða dóm í desember. Lengi vegna Landsréttarmálsins Málið var tekið upp á ný í fyrra vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Vaknaði og sá hann stara „ógeðslega skringilega“ í augu sín Fjölni var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Landsréttur mat framburð brotaþola trúverðugan, en sagði frásögn Fjölnis ótrúverðug. Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Fjölnir setti mikið út á niðurstöðu Landsréttar. Hann vildi meina að lögreglan hefði ekki aflað mikilvægra sönnunargagna í málinu. Hún hafi ekki rannsakað blóðsýni úr þolanda málsins áður en því var fargað, sem hann sagði að hefði sýnt fram á ölvun þolandans. Hann sagði mikilvægt að fá úrlausn í mál þar sem lögregla afli ekki gagna, sem að hans sögn afdráttarlaust getað leitt til sýknu hefði þeirra verið aflað. Þá vildi Fjölnir meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og horft hefði verið framhjá ákvæðum stjórnarskrár, alþjóðlegra mannréttindasáttmála og meginreglna sakamálaréttarfars. Hæstiréttur hins vegar sagði að máliðlytu ekki að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða að mikilvægt væri af öðrum ástæðum að fá úrlausn dómstólsins. Þar að auki byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, sem er ekki endurskoðað í Hæstarétti. Mál Fjölnis hefur verið í sífelldri umfjöllun dómstóla síðastliðin ár. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á síðasta ári að málið skyldi tekið upp á ný, og líkt og áður segir gaf Landsréttur honum átján mánaða dóm í desember. Lengi vegna Landsréttarmálsins Málið var tekið upp á ný í fyrra vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Vaknaði og sá hann stara „ógeðslega skringilega“ í augu sín Fjölni var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Landsréttur mat framburð brotaþola trúverðugan, en sagði frásögn Fjölnis ótrúverðug.
Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“