Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2024 12:48 Helga Björk Eiríksdóttir er formaður bankaráðs Landsbankans. Hún segir að Jón Gunnar Jónsson og félagar hjá Bankasýslunni hafa verið upplýsta um áformin um kaup á TM. Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. Bankaráð hefur svarað bréfi Bankasýslunnar frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Bankaráð segist í svari sínu hafa um nokkurt skeið haft áhuga á að bæta tryggingum við þjónustuframboð bankans. Frá miðju ári 2023 hafi bankaráð átt frumkvæði að samskiptum við Bankasýsluna þar sem fram hafi komið áhugi bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á TM. Samskiptin hafa farið fram í tölvupóstum, á fundum og með símtölum. „Í tölvupósti frá formanni bankaráðs 11. júlí 2023 til Bankasýslunnar var greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga bankans á að kaupa TM. Bankasýslan svaraði tölvupóstinum samdægurs án athugasemda varðandi kaupin,“ segir í svari bankaráðs. Formaður bankaráðs er Helga Björk Eiríksdóttir. Formlegt söluferli á TM hafi hafist 17. nóvember 2023. Bankaráð hafi haft samband við Bankasýsluna rúmum mánuði síðar. „Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans,“ segir í svari bankasýslunnar. Í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar forstjóra Bankasýslunnar til fjármálaráðherra á dögunum sagði að Helga Björk teldi sig hafa minnst á áhuga Landsbankans að taka þátt í söluferlinu í óformlegu símtali til Tryggva Pálssonar, stjórnarformanns Bankasýslunnar, í desember. Tilefni símtalsins hafi þó verið launauppbót starfsmanna. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að óformlegt símtal Helgu hefði verið til forstjóra Bankasýslunnar en hið rétta er að símtalið var til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Bankaráð hefur svarað bréfi Bankasýslunnar frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Bankaráð segist í svari sínu hafa um nokkurt skeið haft áhuga á að bæta tryggingum við þjónustuframboð bankans. Frá miðju ári 2023 hafi bankaráð átt frumkvæði að samskiptum við Bankasýsluna þar sem fram hafi komið áhugi bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á TM. Samskiptin hafa farið fram í tölvupóstum, á fundum og með símtölum. „Í tölvupósti frá formanni bankaráðs 11. júlí 2023 til Bankasýslunnar var greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga bankans á að kaupa TM. Bankasýslan svaraði tölvupóstinum samdægurs án athugasemda varðandi kaupin,“ segir í svari bankaráðs. Formaður bankaráðs er Helga Björk Eiríksdóttir. Formlegt söluferli á TM hafi hafist 17. nóvember 2023. Bankaráð hafi haft samband við Bankasýsluna rúmum mánuði síðar. „Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans,“ segir í svari bankasýslunnar. Í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar forstjóra Bankasýslunnar til fjármálaráðherra á dögunum sagði að Helga Björk teldi sig hafa minnst á áhuga Landsbankans að taka þátt í söluferlinu í óformlegu símtali til Tryggva Pálssonar, stjórnarformanns Bankasýslunnar, í desember. Tilefni símtalsins hafi þó verið launauppbót starfsmanna. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að óformlegt símtal Helgu hefði verið til forstjóra Bankasýslunnar en hið rétta er að símtalið var til stjórnarformanns Bankasýslunnar.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira