Íslenska landsliðið þarf aðeins einn sigur til þess að tryggja sér sæti á EM 2024 í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi í sumar. Liðið þarf að vinna Úkraínu í hreinum úrslitaleik í Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn kemur.
Stefán Árni og Kjartan Henry Finnbogason settust niður, fóru yfir kvöldið athyglisverða í Búdapest á fimmtudaginn, stórsigur íslenska karlalandsliðsins og stöðuna á liðinu í aðdraganda leiksins við Úkraínu.
![](https://www.visir.is/i/D3E8BDC76DC51E2A1BEC1C7E35E51C3B68227A3558F4781F78F924260EDE7B75_713x0.jpg)
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.