Vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. mars 2024 08:00 Daníel greindist með gigt fyrir um fimm árum síðan eftir að hann gat hvorki gengið né sofið í margar mánuði. Daníel Már Daníel Már Pálsson atvinnupókerspilari vakti athygli á dögunum eftir að hann vann 26 milljónir íslenskra króna á stórmóti á Jeju Island í Suður-Kóreu á dögunum. Þetta er stærsti sigur Daníels á pókermóti hingað til. Hann segir baráttuna við gigtina hafa mótað sig mest í lífinu. „Eftir þessa velgengni á Triton series er ég bara að skoða flug til Vegas og er að stefna á að spila nokkur WSOP (world series of poker) í júní-júlí,“ segir Daníel sem er búsettur í Kaupmannahöfn með kærustu sinni, Hrafnhildi Agnarsdóttur, og tveggja og hálf árs syni þeirra. Moneytime https://t.co/GP9BuVXOBe— Daníel Már Pálsson (@danielmarpoker) March 7, 2024 Daníel sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Daníel Már Pálsson. Aldur? 35 ára. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý í Danmörku með Hrafnhildi kærustuni minni og tveggja og hálfs árs syni okkar. Hvað er á döfinni? Eftir þessa velgengni á Triton series er ég bara að skoða flug til Vegas og er að stefna á að spila nokkur WSOP (world series of poker) í júní/júlí. Þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fæðing sonar míns og þau forréttindi að ala upp þennan snilling. Daníel ásamt fjölskyldu sinni.Daníel Már Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég byrjaði að huga að heilsunni fyrir fimm árum þegar ég fékk gigt, fram að því lifði ég frekar skítlegum og óhollum lífsstíl. Ég fer núna í ræktina tvisvar til fjórum sinnum í viku og passa það að borða ekki mikið af ruslfæði þó svo ég leyfi mér eiginlega hvað sem er í hófi. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Fallegasti staður á landinu og heiminum er Skagafjörður. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég er með tvær leiðir til að hlaða batteríin; Ef ég er búinn á því þá bara tærnar upp í loft og glápi á eitthvað en ef ég þarf útrás þá skála ég með góðum vinum og fylli batteríin þannig. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er líklega bölvaða gigtin sem ég er með. Ég vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina og nokkrum vikum síðar gat ég ekki labbað né sofið í marga mánuði. Þá áttaði ég mig á því að ekkert er gefins og það þyrfti að leggja sig fram til að ná langt. Veikindin fengu mig til að líta á mistök fortíðarinnar sem lexíu en ekki skömm og læra af þeim. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að byrja á The Gentlemen á Netflix. Byrjar vel! Uppskrift að drauma sunnudegi? Sunnudagar eru stærstu dagarnir í online-poker. Ég byrja daginn oftast með syni mínum og fer svo að vinna uppúr hádegi. Á draumasunnudögum vinn ég hellings pening. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég vil upplifa góðan feril og horfa stoltur á son minn vaxa úr grasi áður en ég kveð ykkur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get nokkrar eftirhermur, mín besta er að syngja What a wonderful world með Louis Armstrong í karókí. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, dönsku og ensku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Flýttu þér hægt.“ Daníel Már Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Hlýði syni mínum þegar hann vekur mig og segir „fram.“ Fyrsti kossinn? Fjögurra ára í einhverjum skáp í leikskólanum, man ekki nafnið á henni. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Vantar þig pening? Leður eða strigaskór? Strigaskór. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar ég hringdi í mömmu mína frá Suður-Kóreu eftir að ég hafði komist áfram á degi tvö á mótinu sem ég var að spila. Þetta var mitt stærsta afrek á mínum ferli til þessa og ég var virkilega stoltur af sjálfum mér í fyrsta sinn. Sannkölluð Tears of joy. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Skeiðvöllurinn. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? I Refuse To Lose - James Brown. Ertu með einhvern bucket-lista? Síðan ég varð atvinnumaður í póker hefur draumurinn verið að spila WSOP main event - Stefnir í að ég geti geti hakað í það box innan skamms. Danmörk Ástin og lífið Heilsa Hin hliðin Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Eftir þessa velgengni á Triton series er ég bara að skoða flug til Vegas og er að stefna á að spila nokkur WSOP (world series of poker) í júní-júlí,“ segir Daníel sem er búsettur í Kaupmannahöfn með kærustu sinni, Hrafnhildi Agnarsdóttur, og tveggja og hálf árs syni þeirra. Moneytime https://t.co/GP9BuVXOBe— Daníel Már Pálsson (@danielmarpoker) March 7, 2024 Daníel sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Daníel Már Pálsson. Aldur? 35 ára. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý í Danmörku með Hrafnhildi kærustuni minni og tveggja og hálfs árs syni okkar. Hvað er á döfinni? Eftir þessa velgengni á Triton series er ég bara að skoða flug til Vegas og er að stefna á að spila nokkur WSOP (world series of poker) í júní/júlí. Þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fæðing sonar míns og þau forréttindi að ala upp þennan snilling. Daníel ásamt fjölskyldu sinni.Daníel Már Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég byrjaði að huga að heilsunni fyrir fimm árum þegar ég fékk gigt, fram að því lifði ég frekar skítlegum og óhollum lífsstíl. Ég fer núna í ræktina tvisvar til fjórum sinnum í viku og passa það að borða ekki mikið af ruslfæði þó svo ég leyfi mér eiginlega hvað sem er í hófi. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Fallegasti staður á landinu og heiminum er Skagafjörður. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég er með tvær leiðir til að hlaða batteríin; Ef ég er búinn á því þá bara tærnar upp í loft og glápi á eitthvað en ef ég þarf útrás þá skála ég með góðum vinum og fylli batteríin þannig. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er líklega bölvaða gigtin sem ég er með. Ég vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina og nokkrum vikum síðar gat ég ekki labbað né sofið í marga mánuði. Þá áttaði ég mig á því að ekkert er gefins og það þyrfti að leggja sig fram til að ná langt. Veikindin fengu mig til að líta á mistök fortíðarinnar sem lexíu en ekki skömm og læra af þeim. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að byrja á The Gentlemen á Netflix. Byrjar vel! Uppskrift að drauma sunnudegi? Sunnudagar eru stærstu dagarnir í online-poker. Ég byrja daginn oftast með syni mínum og fer svo að vinna uppúr hádegi. Á draumasunnudögum vinn ég hellings pening. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég vil upplifa góðan feril og horfa stoltur á son minn vaxa úr grasi áður en ég kveð ykkur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get nokkrar eftirhermur, mín besta er að syngja What a wonderful world með Louis Armstrong í karókí. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, dönsku og ensku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Flýttu þér hægt.“ Daníel Már Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Hlýði syni mínum þegar hann vekur mig og segir „fram.“ Fyrsti kossinn? Fjögurra ára í einhverjum skáp í leikskólanum, man ekki nafnið á henni. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Vantar þig pening? Leður eða strigaskór? Strigaskór. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar ég hringdi í mömmu mína frá Suður-Kóreu eftir að ég hafði komist áfram á degi tvö á mótinu sem ég var að spila. Þetta var mitt stærsta afrek á mínum ferli til þessa og ég var virkilega stoltur af sjálfum mér í fyrsta sinn. Sannkölluð Tears of joy. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Skeiðvöllurinn. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? I Refuse To Lose - James Brown. Ertu með einhvern bucket-lista? Síðan ég varð atvinnumaður í póker hefur draumurinn verið að spila WSOP main event - Stefnir í að ég geti geti hakað í það box innan skamms.
Danmörk Ástin og lífið Heilsa Hin hliðin Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira