„Ágætt að ég sleppi því bara að mæta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2024 21:05 Þorsteinn Halldórsson er spenntur fyrir komandi verkefni. Vísir/Ívar Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag leikmannahóp kvennalandsliðs Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Krefjandi verkefni er fram undan. Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08