„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2024 21:01 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýnir vinnubrögð Alþingis í málinu. Vísir/Einar Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“ Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“
Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17
Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43