Telur ljóst að átt sé við sig og gagnrýnir Flokk fólksins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 08:44 Steinunn Þóra Árnadóttir hefur tjáð sig um framgöngu Flokks fólksins í málefnum fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum. Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum.
Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira