Byggja upp eina glæsilegustu aðstöðu Evrópu í Hafnarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 24. mars 2024 22:33 Brettafélag Hafnarfjarðar flytur í nýja aðstöðu í apríl sem er á við bestu aðstæður meginlandsins að sögn framkvæmdastjórans. Stöð 2 Brettafélag Hafnarfjarðar hefur fengið til landsins sérfræðinga frá Danmörku til að byggja upp eina glæsilegustu hjólabrettaaðstöðu í Evrópu. Brettafélagið hefur frá stofnun árið 2012 verið með aðstöðu í gömlu slökkviliðsstöðinni í Flatahrauni. „Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“ Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
„Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“
Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira