Svar við spurningu lesanda: Hvað má fróa sér oft í viku? Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 26. mars 2024 20:00 Indíana Rós er kynfræðingur og með M.Ed gráðu í Kynfræði frá Widener University auk þess að vera með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vísir „Hvað má fróa sér oft í viku?” spyr ein 24 ára kona, og hversu góð spurning er það? Mér finnst hún að minnsta kosti mjög góð sem sérstök áhugamanneskja um sjálfsfróun og það er gríðarlega erfitt að svara henni á einfaldan hátt. Sum fengu góða kynfræðslu í grunnskóla þar sem sjálfsfróun var nefnd, en í aðrir hafa þá fengið enga kynfræðslu um sjálfsfróun og því ekki furða að fólk viti ekki hvað má og má ekki í þessum málum. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Nú er ég ekki löglærður einstaklingur en ég er nokkuð viss um að það sé ekki nefnt í lögunum um hversu oft má fróa sér oft í viku!(Lögfróðir einstaklingar mega leiðrétta mig ef svo er.) Tja, jafnvel þó ég sé kynfræðingur sem hefur rannsakað sjálfsfróun geng ég ekki á milli fólks og legg línurnar hversu oft má fróa sér. Mig grunar þó að spurningin sé ekki endilega hvort það sé einhver regla hversu oft „megi” áður en maður verður skammaður, heldur hversu oft sé eðlilegt að fróa sér í viku. „Eðlilegt”, þetta sem svo mörg þrá að vera. Vera eðlilegur. Fróa sér eðlilega oft. Ríða eðlilega. Sofa hjá eðlilega mörgum. Það er í eðli okkar að vilja vera „eðlileg.“Vísir/Getty En aftur að sjálfsfróun. Það fer bara eftir svo mörgum þáttum hversu oft „má” fróa sér í viku en það sem er kannski mikilvægast að pæla í er hvernig þér líður með þína sjálfsfróun. Ég gæti alveg kastað fram einhverri tölu sem rannsóknir telja vera meðaltal hversu oft fólk fróar sér, en meðaltal segir okkur ekkert rosalega mikið. Það segir ekkert til um hvort einstaklingar séu sáttir við þá tíðni, hversu oft þeir væru til í að fróa sér, og ef þeir eru ósáttir, hvort það valdi þeim vanlíðan. Rannsókn Huang, Nyman, Jern og Santtila frá 2023 á rúmlega 12 þúsund íbúum Finnlands skoðar einmitt þessa þætti. Eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan er samt langstærsti hluti fólks bara nokkuð sátt við hversu oft það fróar sér. Það er mjög áhugavert fyrir okkur áhugafólk um sjálfsfróun að skoða svo áframhaldandi niðurstöður í þessari rannsókn. Hjá bæði konum og körlum upplifðu sum þeirra sem fróuðu sér meira en þau vildu meiri kynferðislega vanlíðan (e. sexual distress) en þau sem eru sátt við hversu oft þau fróa sér. Það bendir til þess að þetta sé þá hegðun þessir einstaklingar upplifa að þeir hafi ekki stjórn á eða upplifi kvíða varðandi sig sjálfa sem kynveru. Það sem er kannski merkilegast við þetta, að hið sama á við þau sem fróuðu sér sjaldnar en þau vilja upplifðu líka sum kynferðislega vanlíðan. Sem segir okkur að bara að upplifa ósamræmi á milli hversu oft það fróar sér og hvað það væri til í, getur valdið kynferðislegri vanlíðan. Svo er það meðaltalið. Það skiptir heldur ekki það miklu máli. Eins og sést á myndinni hér að ofan að 71% karla og 80% kvenna sem fróuðu sér mjög oft, oftar en einu sinni á dag, upplifðu ekki kynferðislega vanlíðan. Þá virðist heldur ekki skipta öllu máli hvort fólk frói sér sjaldnar eða oftar en meðaltalið, fólk getur samt upplifað kynferðislega vanlíðan. Þá má einnig lesa úr þessari rannsókn að tengsl eru á milli þess að telja sig eiga í vanda með sjálfsfróun sína og að vera þolendur kynferðislegs ofbeldi í æsku, og þunglyndi og kvíða. Þá er líka vert að nefna að uppeldið skiptir að sjálfsögðu máli og þau sem ólust upp hjá kynheilbrigði fjölskyldu (e. sex positive family) þar sem kynfræðslan skipti máli og þau gátu leitað til foreldra sinna með atriði sem vörðuðu kynlíf og kynheilbrigði upplifðu minni kynferðislega vanlíðan. Sjálfsfróun hefur lengi verið talin tabú. Mörg upplifa skömm og fá samviskubit tengda sjálfsfróun sinni. Þá eru konur gjarnari á að upplifa þessar tilfinningar og almennt lítur samfélagið neikvætt á kynhegðun kvenna og allt kynferðislegt sem þær gera. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að fólk upplifi skömm þegar kemur að sjálfsfróun, þá á ég ekki við af því það sé skammarlegt og fólk ætti að upplifa skömm. Heldur vegna þess að sögulega séð hefur verið til staðar ákveðinn áróður gegn sjálfsfróun. Það er meira að segja enn nokkuð algengt og kæmi þá ekki á óvart ef einhver frábær aðili myndi segja eitthvað í kommentakerfinu við þennan pistill, nú án þess einu sinni að lesa einu sinni greinina að „sjálfsfróun væri bara bölvaður ólifnaður!”. Illa hefur vegið að sjálfsfróun í gegnum söguna og var talin vera ógn gagnvart mannkyninu því getnaður gæti ekki átt sér stað með sjálfsfróun. Þó Forn-Egyptar töldu sjálfsfróun vera hina fínustu afþreyingu voru Grikkir ekki alveg sammála og töldu hana heldur ógeðfellda. Þá fordæmdu kaþólska kirkjan og önnur trúarbrögð sjálfsfróun á miðöldum og lengi vel var talið að sjálfsfróun myndi valda geðveiki. Jú, það gekk jafnvel svo langt að maður einn, John Harvey Kellogg,fann upp á morgunkorni árið 1894 sem átti að vera svo bragðlaust og einföld fæða að það myndi ekki vekja neina spennu, líkt og kynferðislegar langarnir og ætti þar af leiðandi að koma í veg fyrir sjálfsfróun! Þó það sé orðið bragðbetra núna, þá fáið þið að dæma um hvort kornflex heldur niðri kynferðislegu löngununum ykkar.Vísir/Getty Tímarnir breytast þó og mennirnir með og þegar nálgaðist seinni heimsstyrjöldina um miðja 20. öld voru rannsóknir farnar að sýna að það var jú ekki sjálfsfróunin sem væri svo skaðleg og ylli vanlíðan, heldur væri það rótgróin skaðleg viðhorf til sjálfsfróunar í fjölskyldum, læknisfræðinni, trúnni og samfélaginu sem væru vandamálið og yllu vanlíðan en ekki sjálfsfróunin sjálf. Þannig til að svara þér á stuttan hátt, það er því miður ekkert eitt rétt svar við hvað „má” fróa sér oft í viku. Ef þú stundar það mikla sjálfsfróun að þú finnur fyrir óþægindum í kynfærum, þú upplifir einhverja vanlíðan í tengslum við sjálfsfróunina, hún er farin að hafa áhrif á aðra þætti daglegs lífs, þá mæli ég með að leita til læknis, sálfræðings eða kynlífsráðgjafa til að ræða það. En ef ekki, þá bara njóttu þess að fróa þér eins oft eða eins sjaldan og þú vilt. Kynlíf Kynlífið með Indíönu Rós Tengdar fréttir Þegar typpið er ekki að typpa eins og það á að typpa Typpi eru einhvernvegin bara út um allt, krotuð á veggi og ekki er hægt að sjá eggaldin án þess að hugsa til þeirra. Fólk sendir typpamyndir, stundum óumbeðnar og óvelkomnar, eins og það sé skyldugt til að deila með heiminum einhverjum boðskap sem mun betrumbæta líf allra. Ekki eru þó allir endilega svona súper-ánægðir með typpið á sér, hvað þá ef eitthvað er ekki alveg eins og það var, eða ætti að vera. 12. mars 2024 20:01 Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00 „Mamma, hvað eru endaþarmsmök?“ „Mamma, hvað eru endaþarmsmök?“ spyr krakkinn við eldhúsborðið. Er ekkert heilagt lengur? 5. mars 2024 20:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Mér finnst hún að minnsta kosti mjög góð sem sérstök áhugamanneskja um sjálfsfróun og það er gríðarlega erfitt að svara henni á einfaldan hátt. Sum fengu góða kynfræðslu í grunnskóla þar sem sjálfsfróun var nefnd, en í aðrir hafa þá fengið enga kynfræðslu um sjálfsfróun og því ekki furða að fólk viti ekki hvað má og má ekki í þessum málum. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Nú er ég ekki löglærður einstaklingur en ég er nokkuð viss um að það sé ekki nefnt í lögunum um hversu oft má fróa sér oft í viku!(Lögfróðir einstaklingar mega leiðrétta mig ef svo er.) Tja, jafnvel þó ég sé kynfræðingur sem hefur rannsakað sjálfsfróun geng ég ekki á milli fólks og legg línurnar hversu oft má fróa sér. Mig grunar þó að spurningin sé ekki endilega hvort það sé einhver regla hversu oft „megi” áður en maður verður skammaður, heldur hversu oft sé eðlilegt að fróa sér í viku. „Eðlilegt”, þetta sem svo mörg þrá að vera. Vera eðlilegur. Fróa sér eðlilega oft. Ríða eðlilega. Sofa hjá eðlilega mörgum. Það er í eðli okkar að vilja vera „eðlileg.“Vísir/Getty En aftur að sjálfsfróun. Það fer bara eftir svo mörgum þáttum hversu oft „má” fróa sér í viku en það sem er kannski mikilvægast að pæla í er hvernig þér líður með þína sjálfsfróun. Ég gæti alveg kastað fram einhverri tölu sem rannsóknir telja vera meðaltal hversu oft fólk fróar sér, en meðaltal segir okkur ekkert rosalega mikið. Það segir ekkert til um hvort einstaklingar séu sáttir við þá tíðni, hversu oft þeir væru til í að fróa sér, og ef þeir eru ósáttir, hvort það valdi þeim vanlíðan. Rannsókn Huang, Nyman, Jern og Santtila frá 2023 á rúmlega 12 þúsund íbúum Finnlands skoðar einmitt þessa þætti. Eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan er samt langstærsti hluti fólks bara nokkuð sátt við hversu oft það fróar sér. Það er mjög áhugavert fyrir okkur áhugafólk um sjálfsfróun að skoða svo áframhaldandi niðurstöður í þessari rannsókn. Hjá bæði konum og körlum upplifðu sum þeirra sem fróuðu sér meira en þau vildu meiri kynferðislega vanlíðan (e. sexual distress) en þau sem eru sátt við hversu oft þau fróa sér. Það bendir til þess að þetta sé þá hegðun þessir einstaklingar upplifa að þeir hafi ekki stjórn á eða upplifi kvíða varðandi sig sjálfa sem kynveru. Það sem er kannski merkilegast við þetta, að hið sama á við þau sem fróuðu sér sjaldnar en þau vilja upplifðu líka sum kynferðislega vanlíðan. Sem segir okkur að bara að upplifa ósamræmi á milli hversu oft það fróar sér og hvað það væri til í, getur valdið kynferðislegri vanlíðan. Svo er það meðaltalið. Það skiptir heldur ekki það miklu máli. Eins og sést á myndinni hér að ofan að 71% karla og 80% kvenna sem fróuðu sér mjög oft, oftar en einu sinni á dag, upplifðu ekki kynferðislega vanlíðan. Þá virðist heldur ekki skipta öllu máli hvort fólk frói sér sjaldnar eða oftar en meðaltalið, fólk getur samt upplifað kynferðislega vanlíðan. Þá má einnig lesa úr þessari rannsókn að tengsl eru á milli þess að telja sig eiga í vanda með sjálfsfróun sína og að vera þolendur kynferðislegs ofbeldi í æsku, og þunglyndi og kvíða. Þá er líka vert að nefna að uppeldið skiptir að sjálfsögðu máli og þau sem ólust upp hjá kynheilbrigði fjölskyldu (e. sex positive family) þar sem kynfræðslan skipti máli og þau gátu leitað til foreldra sinna með atriði sem vörðuðu kynlíf og kynheilbrigði upplifðu minni kynferðislega vanlíðan. Sjálfsfróun hefur lengi verið talin tabú. Mörg upplifa skömm og fá samviskubit tengda sjálfsfróun sinni. Þá eru konur gjarnari á að upplifa þessar tilfinningar og almennt lítur samfélagið neikvætt á kynhegðun kvenna og allt kynferðislegt sem þær gera. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að fólk upplifi skömm þegar kemur að sjálfsfróun, þá á ég ekki við af því það sé skammarlegt og fólk ætti að upplifa skömm. Heldur vegna þess að sögulega séð hefur verið til staðar ákveðinn áróður gegn sjálfsfróun. Það er meira að segja enn nokkuð algengt og kæmi þá ekki á óvart ef einhver frábær aðili myndi segja eitthvað í kommentakerfinu við þennan pistill, nú án þess einu sinni að lesa einu sinni greinina að „sjálfsfróun væri bara bölvaður ólifnaður!”. Illa hefur vegið að sjálfsfróun í gegnum söguna og var talin vera ógn gagnvart mannkyninu því getnaður gæti ekki átt sér stað með sjálfsfróun. Þó Forn-Egyptar töldu sjálfsfróun vera hina fínustu afþreyingu voru Grikkir ekki alveg sammála og töldu hana heldur ógeðfellda. Þá fordæmdu kaþólska kirkjan og önnur trúarbrögð sjálfsfróun á miðöldum og lengi vel var talið að sjálfsfróun myndi valda geðveiki. Jú, það gekk jafnvel svo langt að maður einn, John Harvey Kellogg,fann upp á morgunkorni árið 1894 sem átti að vera svo bragðlaust og einföld fæða að það myndi ekki vekja neina spennu, líkt og kynferðislegar langarnir og ætti þar af leiðandi að koma í veg fyrir sjálfsfróun! Þó það sé orðið bragðbetra núna, þá fáið þið að dæma um hvort kornflex heldur niðri kynferðislegu löngununum ykkar.Vísir/Getty Tímarnir breytast þó og mennirnir með og þegar nálgaðist seinni heimsstyrjöldina um miðja 20. öld voru rannsóknir farnar að sýna að það var jú ekki sjálfsfróunin sem væri svo skaðleg og ylli vanlíðan, heldur væri það rótgróin skaðleg viðhorf til sjálfsfróunar í fjölskyldum, læknisfræðinni, trúnni og samfélaginu sem væru vandamálið og yllu vanlíðan en ekki sjálfsfróunin sjálf. Þannig til að svara þér á stuttan hátt, það er því miður ekkert eitt rétt svar við hvað „má” fróa sér oft í viku. Ef þú stundar það mikla sjálfsfróun að þú finnur fyrir óþægindum í kynfærum, þú upplifir einhverja vanlíðan í tengslum við sjálfsfróunina, hún er farin að hafa áhrif á aðra þætti daglegs lífs, þá mæli ég með að leita til læknis, sálfræðings eða kynlífsráðgjafa til að ræða það. En ef ekki, þá bara njóttu þess að fróa þér eins oft eða eins sjaldan og þú vilt.
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Indíönu Rós Tengdar fréttir Þegar typpið er ekki að typpa eins og það á að typpa Typpi eru einhvernvegin bara út um allt, krotuð á veggi og ekki er hægt að sjá eggaldin án þess að hugsa til þeirra. Fólk sendir typpamyndir, stundum óumbeðnar og óvelkomnar, eins og það sé skyldugt til að deila með heiminum einhverjum boðskap sem mun betrumbæta líf allra. Ekki eru þó allir endilega svona súper-ánægðir með typpið á sér, hvað þá ef eitthvað er ekki alveg eins og það var, eða ætti að vera. 12. mars 2024 20:01 Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00 „Mamma, hvað eru endaþarmsmök?“ „Mamma, hvað eru endaþarmsmök?“ spyr krakkinn við eldhúsborðið. Er ekkert heilagt lengur? 5. mars 2024 20:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þegar typpið er ekki að typpa eins og það á að typpa Typpi eru einhvernvegin bara út um allt, krotuð á veggi og ekki er hægt að sjá eggaldin án þess að hugsa til þeirra. Fólk sendir typpamyndir, stundum óumbeðnar og óvelkomnar, eins og það sé skyldugt til að deila með heiminum einhverjum boðskap sem mun betrumbæta líf allra. Ekki eru þó allir endilega svona súper-ánægðir með typpið á sér, hvað þá ef eitthvað er ekki alveg eins og það var, eða ætti að vera. 12. mars 2024 20:01
Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00
„Mamma, hvað eru endaþarmsmök?“ „Mamma, hvað eru endaþarmsmök?“ spyr krakkinn við eldhúsborðið. Er ekkert heilagt lengur? 5. mars 2024 20:00