Sveinn hlaut gullmerki Heimdallar Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:21 Formaður Heimdallar, Júlíus Viggó Ólafsson og Sveinn R. Eyjólfsson, handhafi gullmerkis Heimdallar Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félagsins á laugardag. Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns. Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns.
Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira