Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2024 19:28 Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild HR. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Samkvæmt henni á vopnahléð að hefjast nú þegar og standa yfir Ramadan, föstumánuð múslima sem lýkur 9. apríl. Einnig er gerð sú krafa að Hamas-liðar sleppi öllum gíslum og að opnað verði enn frekar fyrir flæði hjálpargagna inn á svæðið. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi gegn sambærilegum tillögum. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að það leiði til varanlegra vopnahlés. Ísraelar brugðust illa við ályktuninni og fyrirhugaðri heimsókn Benjamíns Netnanjahú forsætisráðherra til Washington var umsvifalaust aflýst. Fulltrúi Mósambík í öryggisráðinu segir niðurstöðuna sögulega. „Það er von okkar að ályktunin sem samþykkt var í dag verði innleidd í góðri trú af öllum málsaðilum og verði til þess að lina þjáningar Gasabúa. Við vonum einnig að þessi ályktun muni opna leið fyrir jákvæðari sjónarmið varðandi varanlegan frið í Mið-Austurlöndum,“ sagði Pedro Comissário Afonso, fulltrúi Mósambík. Afdráttarlaus ályktun Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir um vatnaskil í átökunum að ræða. „Og augljóslega mjög þýðingarmikið. Ísrael hefur beitt rétti sínum til sjálfsvarnar eftir árás Hamas í október. Nú er það þannig að rétt eins og í landsrétti að ef þú beitir neyðarvörn, þú mátt gera það þar til lögreglan mætir. Öryggisráðið hefur það vald, samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þeir mega bregðast við. Þeir hafa gert það núna, svo í raun þá ber öllum aðildarríkjum að fylgja þessu,“ segir Þórdís. Hún segir að drög að ályktuninni hafi verið mjög afdráttarlaus, þannig að Ísraelsmenn yrðu að bregðast við. Þrátt fyrir það væri ekki um að ræða ákall um varanlegt vopnahlé, heldur til tveggja vikna. „En líka mjög mikilvægt, krafa um að mannúðaraðstoð fari inn.“ Ísraelar verði að hlýða Hvað ef Ísraelar fylgja þessu ekki, hvað gerist þá? „Það er stórt pólitískt mál ef þeir gera það ekki. Þeir hafa byggt sinn hernað á grundvelli sjálfsvarnar. Nú er Öryggisráðið búið að stíga inn. Annars væru þeir að fara gegn ályktuninni, og þá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þá svolítið nýtt í þessu máli.“ Þórdís segir ekki talað um beitingu vopnavalds gegn Ísrael í ályktuninni. „Við skulum sjá hvað gerist. Þetta er allt á vogarskálarnar um að fá frið á svæðinu.“ Hún segir ólíklegt að Hamas hlíti þeirri kvöð sem sett er á samtökin í ályktuninni, um að gíslum sem þeir tóku í hryðjuverkaárásunum 7. október verði sleppt. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Samkvæmt henni á vopnahléð að hefjast nú þegar og standa yfir Ramadan, föstumánuð múslima sem lýkur 9. apríl. Einnig er gerð sú krafa að Hamas-liðar sleppi öllum gíslum og að opnað verði enn frekar fyrir flæði hjálpargagna inn á svæðið. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi gegn sambærilegum tillögum. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að það leiði til varanlegra vopnahlés. Ísraelar brugðust illa við ályktuninni og fyrirhugaðri heimsókn Benjamíns Netnanjahú forsætisráðherra til Washington var umsvifalaust aflýst. Fulltrúi Mósambík í öryggisráðinu segir niðurstöðuna sögulega. „Það er von okkar að ályktunin sem samþykkt var í dag verði innleidd í góðri trú af öllum málsaðilum og verði til þess að lina þjáningar Gasabúa. Við vonum einnig að þessi ályktun muni opna leið fyrir jákvæðari sjónarmið varðandi varanlegan frið í Mið-Austurlöndum,“ sagði Pedro Comissário Afonso, fulltrúi Mósambík. Afdráttarlaus ályktun Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir um vatnaskil í átökunum að ræða. „Og augljóslega mjög þýðingarmikið. Ísrael hefur beitt rétti sínum til sjálfsvarnar eftir árás Hamas í október. Nú er það þannig að rétt eins og í landsrétti að ef þú beitir neyðarvörn, þú mátt gera það þar til lögreglan mætir. Öryggisráðið hefur það vald, samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þeir mega bregðast við. Þeir hafa gert það núna, svo í raun þá ber öllum aðildarríkjum að fylgja þessu,“ segir Þórdís. Hún segir að drög að ályktuninni hafi verið mjög afdráttarlaus, þannig að Ísraelsmenn yrðu að bregðast við. Þrátt fyrir það væri ekki um að ræða ákall um varanlegt vopnahlé, heldur til tveggja vikna. „En líka mjög mikilvægt, krafa um að mannúðaraðstoð fari inn.“ Ísraelar verði að hlýða Hvað ef Ísraelar fylgja þessu ekki, hvað gerist þá? „Það er stórt pólitískt mál ef þeir gera það ekki. Þeir hafa byggt sinn hernað á grundvelli sjálfsvarnar. Nú er Öryggisráðið búið að stíga inn. Annars væru þeir að fara gegn ályktuninni, og þá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þá svolítið nýtt í þessu máli.“ Þórdís segir ekki talað um beitingu vopnavalds gegn Ísrael í ályktuninni. „Við skulum sjá hvað gerist. Þetta er allt á vogarskálarnar um að fá frið á svæðinu.“ Hún segir ólíklegt að Hamas hlíti þeirri kvöð sem sett er á samtökin í ályktuninni, um að gíslum sem þeir tóku í hryðjuverkaárásunum 7. október verði sleppt.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent