Strangtrúaðir æfir yfir því að verða mögulega skikkaðir til herþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 07:38 Strangtrúaðir hafa mótmælt fyrirætlunum stjórnvalda harðlega og komið hefur til átaka milli þeirra og lögreglu. Getty/Alexi J. Rosenfeld Mikillar óánægju gætir með nýtt frumvarp í Ísrael sem kveður meðal annars á um að strangtrúaðir gyðingar verði látnir gegna herskyldu og að herskyldan verði lengd. Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent