„Allt í einu er maður farinn að heyra að hann geti verið næsti Pele“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 13:03 Endrick fagnar sigurmarki sínu á Wembley leikvanginum en þetta var hans fyrsta landsliðsmark. AP/Alastair Grant Spænski landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente hefur fengið góða reynslu á síðustu mánuðum að vera með kornunga leikmenn í sínu liði og hann varar Brasilíumenn við því að setja ekki of mikla pressu á hinn sautján ára gamla Endrick. Endrick skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann tryggði Brasilíu 1-0 sigur á Englandi á Wembley á dögunum en hann var þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Umræða um Endrick fór á fulla ferð í heimalandinu eftir leikinn og væntingarnar eru gríðarlegar. Endrick er líka á leiðinni til Real Madrid í nánustu framtíð. Spánn og Brasilía mætast í vináttulandsleik í kvöld. Spain boss: Pressure on Endrick, 17, is 'too much'Spain coach Luis de la Fuente has said he hopes the weight of expectations being carried by Brazil prodigy Endrick do not become too much for the Real Madrid-bound player.https://t.co/KPAl1VHyvb— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024 „Hann er bara sautján ára leikmaður. Hann er mjög góður fótboltamaður og við erum líka með mjög góða fótboltamenn á hans aldri í okkar landsliði,“ sagði Luis de la Fuente. Í spænska landsliðinu eru Barcelona strákarnir Lamine Yamal (16 ára) og Pau Cubarsí (17 ára). „Í sambandi við þessa ungu leikmenn og út frá minni reynslu þá verður að gefa þeim tíma og fara varlega með þá,“ sagði De la Fuente. „Allt i einu er maður farinn að heyra að hann [Endrick] geti verið næsti Pele. Guð minn góður,“ sagði De la Fuente. „Það er alltof mikil pressa á stráknum. Slíkt býr oft til mikið aukastress og það eru settar kröfur á þessa stráka sem þeir hafa ekki aldur eða þroska til að ráða við,“ sagði De la Fuente. „Með þessu er verið að gera þeim mikinn óleik. Við verðum að leyfa þeim að þróa sinn leik á æfingasvæðinu og það kemur að þeim tíma þegar við getum sett á þá alvöru kröfur. Þeir ráða engan veginn við svona pressu á þessum aldri,“ sagði De la Fuente. Así ve Luis de la Fuente a Endrick pic.twitter.com/ZAwoKrJpLQ— MARCA (@marca) March 25, 2024 Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Endrick skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann tryggði Brasilíu 1-0 sigur á Englandi á Wembley á dögunum en hann var þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Umræða um Endrick fór á fulla ferð í heimalandinu eftir leikinn og væntingarnar eru gríðarlegar. Endrick er líka á leiðinni til Real Madrid í nánustu framtíð. Spánn og Brasilía mætast í vináttulandsleik í kvöld. Spain boss: Pressure on Endrick, 17, is 'too much'Spain coach Luis de la Fuente has said he hopes the weight of expectations being carried by Brazil prodigy Endrick do not become too much for the Real Madrid-bound player.https://t.co/KPAl1VHyvb— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024 „Hann er bara sautján ára leikmaður. Hann er mjög góður fótboltamaður og við erum líka með mjög góða fótboltamenn á hans aldri í okkar landsliði,“ sagði Luis de la Fuente. Í spænska landsliðinu eru Barcelona strákarnir Lamine Yamal (16 ára) og Pau Cubarsí (17 ára). „Í sambandi við þessa ungu leikmenn og út frá minni reynslu þá verður að gefa þeim tíma og fara varlega með þá,“ sagði De la Fuente. „Allt i einu er maður farinn að heyra að hann [Endrick] geti verið næsti Pele. Guð minn góður,“ sagði De la Fuente. „Það er alltof mikil pressa á stráknum. Slíkt býr oft til mikið aukastress og það eru settar kröfur á þessa stráka sem þeir hafa ekki aldur eða þroska til að ráða við,“ sagði De la Fuente. „Með þessu er verið að gera þeim mikinn óleik. Við verðum að leyfa þeim að þróa sinn leik á æfingasvæðinu og það kemur að þeim tíma þegar við getum sett á þá alvöru kröfur. Þeir ráða engan veginn við svona pressu á þessum aldri,“ sagði De la Fuente. Así ve Luis de la Fuente a Endrick pic.twitter.com/ZAwoKrJpLQ— MARCA (@marca) March 25, 2024
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira