Pallborðið: Biskup Íslands og staða þjóðkirkjunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 11:31 Guðrún Karls Helgudóttir, Elínborg Sturludóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson mæta í Pallborð dagsins. vísir/einar Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag en til umræðu að þessu sinni verða embætti biskups Íslands og málefni Þjóðkirkjunnar. Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins verða þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram; Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Það er óhætt að segja að það hafi gustað um biskupa Íslands síðustu ár og áratugi. Ólafur Skúlason, sem gengdi embættinu frá 1989 til 1997, var sakaður um fjölda kynferðisbrota og eftirmaður hans, Karl Sigurbjörnsson, harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í málinu og fyrir afstöðu sína til hjónabands samkynhneigðra. Fráfarandi biskup, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur heldur ekki farið varhluta af gagnrýni og ekki síst vegna framgöngu hennar gagnvart prestum og starfsmönnum kirkjunnar. Þá var nú síðast sótt hart að henni þegar skipunartími hennar rann út, eftir að embættið breyttist í hefðbundið starf. Í sumum tilvikum má segja að gagnrýnin hafi verið ósanngjörn en þá hefur líka verið bent á að Agnes sé jú fyrsta konan til að sinna starfinu og að hún hafi verið dugleg við að taka umdeildar ákvarðanir, líkt og að standa með þolendum í kynferðisbrotamálum. En skiptir það mál í dag hvort biskup er kona eða karl? Er deilt um valdsvið biskups og hvert er hlutverk hans innan Þjóðkirkjunnar? Hver er staða kirkjunnar og hvað er hægt að gera til að auka veg hennar og virðingu? Við freistum þess að svara þessum spurningum og fleiri í Pallborðinu klukkan 14. Pallborðið Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22 Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42 Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins verða þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram; Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Það er óhætt að segja að það hafi gustað um biskupa Íslands síðustu ár og áratugi. Ólafur Skúlason, sem gengdi embættinu frá 1989 til 1997, var sakaður um fjölda kynferðisbrota og eftirmaður hans, Karl Sigurbjörnsson, harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í málinu og fyrir afstöðu sína til hjónabands samkynhneigðra. Fráfarandi biskup, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur heldur ekki farið varhluta af gagnrýni og ekki síst vegna framgöngu hennar gagnvart prestum og starfsmönnum kirkjunnar. Þá var nú síðast sótt hart að henni þegar skipunartími hennar rann út, eftir að embættið breyttist í hefðbundið starf. Í sumum tilvikum má segja að gagnrýnin hafi verið ósanngjörn en þá hefur líka verið bent á að Agnes sé jú fyrsta konan til að sinna starfinu og að hún hafi verið dugleg við að taka umdeildar ákvarðanir, líkt og að standa með þolendum í kynferðisbrotamálum. En skiptir það mál í dag hvort biskup er kona eða karl? Er deilt um valdsvið biskups og hvert er hlutverk hans innan Þjóðkirkjunnar? Hver er staða kirkjunnar og hvað er hægt að gera til að auka veg hennar og virðingu? Við freistum þess að svara þessum spurningum og fleiri í Pallborðinu klukkan 14.
Pallborðið Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22 Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42 Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22
Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42
Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54