„Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2024 09:30 HK er á leið inn í sitt sjöunda tímabil í efstu deild. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira