Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Lovísa Arnardóttir, Jón Þór Stefánsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. mars 2024 12:05 Peningaflutningabílnum var lagt rétt fyrir framan svæðið þar sem dökkblái bíllinn sést á myndinni. Bíl þjófanna var bakkað upp að skottinu á peningaflutningabílnum, afturdyrnar brotnar upp og þjófarnir á bak og burt á innan við mínútu. Vísir/Vilhelm Tveir þjófar stálu töskum úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í gær. Þjófnaðurinn virðist hafa verið þaulskipulagður og tók afar skamma stund. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem nú er eftirlýstur, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum. Þegar þeir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu þeir að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu við störf í Hamraborg að safna fjármunum frá fyrirtækjum sem reka spilakassa á svæðinu. Bæði eru spilakassar í Vídeómarkaðnum og á Catalinu. Vídeómarkaðurinn er umboðsaðili fyrir Happdrætti háskóla Íslands á svæðinu. Tæmingin er samkvæmt heimildum einu sinni til tvisvar í viku. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gæti upphæðin verið í kringum tuttugu til þrjátíu milljónir. Eigandi Vídeómarkaðarins tjáði fréttastofu í morgun að blaðamaður yrði að ræða við Öryggismiðstöðina eða Happdrætti Háskóla Íslands. Þá vísaði eigandi Catalinu á lögreglu. Engum fjármunum var stolið af Catalinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Blaðamaður Vísis ræddi við fjölmarga rekstaraðila í Hamraborginni á vettvangi í morgun. Enginn hafði orðið var við þjófnaðinn fyrr en lögregla mætti á svæðið. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í fulltrúa Öryggismiðstöðvarinnar og sömuleiðis Happdrætti Háskóla Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Kópavogur Lögreglumál Fjárhættuspil Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21 Brutust inn í peningaflutningabíl og stálu milljónum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið. 26. mars 2024 10:34 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem nú er eftirlýstur, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum. Þegar þeir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu þeir að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu við störf í Hamraborg að safna fjármunum frá fyrirtækjum sem reka spilakassa á svæðinu. Bæði eru spilakassar í Vídeómarkaðnum og á Catalinu. Vídeómarkaðurinn er umboðsaðili fyrir Happdrætti háskóla Íslands á svæðinu. Tæmingin er samkvæmt heimildum einu sinni til tvisvar í viku. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gæti upphæðin verið í kringum tuttugu til þrjátíu milljónir. Eigandi Vídeómarkaðarins tjáði fréttastofu í morgun að blaðamaður yrði að ræða við Öryggismiðstöðina eða Happdrætti Háskóla Íslands. Þá vísaði eigandi Catalinu á lögreglu. Engum fjármunum var stolið af Catalinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Blaðamaður Vísis ræddi við fjölmarga rekstaraðila í Hamraborginni á vettvangi í morgun. Enginn hafði orðið var við þjófnaðinn fyrr en lögregla mætti á svæðið. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í fulltrúa Öryggismiðstöðvarinnar og sömuleiðis Happdrætti Háskóla Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Kópavogur Lögreglumál Fjárhættuspil Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21 Brutust inn í peningaflutningabíl og stálu milljónum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið. 26. mars 2024 10:34 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21
Brutust inn í peningaflutningabíl og stálu milljónum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið. 26. mars 2024 10:34