Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2024 15:24 Biskupsefnin voru spurð hvað þeim hafi þótt um páskaskop sem var í þætti Gísla Marteins á föstudagskvöldið. Þau voru ekki að stressa sig mikið á því. vísir/einar Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður ræddi við þau um heima og geima. Meðal þess sem bryddað var uppá var að spilað var fyrir þau þrjú umdeilt atriði úr Vikunni, þætti Gísla Marteins en fjölmargir kirkjunnar þjónar og fleiri hafa lýst yfir mikilli vandlætingu á því. En þá fór Berlind Festival í Kringluna og spurði misgáfulegra spurninga um krossfestinguna. Getum þakkað Berglindi fyrir að setja krossinn á dagskrá Hólmfríður benti á að þetta hafi átt að vera ofboðslega fyndið en mörgum prestum hafi ekki þótt það og tjáð þann hug sinn. Er þetta til marks um að gjá sé að myndast milli kirkjunnar og samfélags? Guðrún sagði það ekki vera en við gætum þakkað Berglindi Festival fyrir að hafa sett krossinn á dagskrá. „Ég hef tekið eftir því hvað krossinn hefur djúpa og merkilega merkingu fyrir marga sem hafa ekki húmor fyrir Páskahátíðinni,“ sagði Guðrún. Hún nefndi að við gætum nýtt þetta upphlaup til samtals. „Það sem vekur athygli í þessu er að sláandi er hversu margir vita lítið um páskahátíðina en ég þakka Berglindi fyrir að hafa sett þetta á dagskrá.“ Mögnuð saga sögð um páskana Elínborg sagði að við værum nú gengin inn í dymbilvikuna þar sem Jesú var fagnað sem hetju. Það sem gerist í kjölfarið er athyglisvert og varðar það hversu skjótt veður skipast í lofti. „Sem hendi sé veifað er hann svikinn, festur á kross og fólkið hrópar Barrabas.“ Elínborg vildi meina að þetta væri til marks um hvað múgæsing hefur mikil áhrif í samfélaginu og hún sé á öllum tímum. Þjáning og píslir Krists geta verið okkur spegilmynd á öllum tímum,“ sagði Elínborg og nefndi þjáningu í Gaza, þjáningu í Úkraínu þar sem börn eru drepin og þeim nauðgað. Ljóst var að þeim þótti skopið ekki fyndið en það hefði vakið athygli á því hversu djúpstæð merking krossins sé og þökkuðu Berglindi fyrir að setja það á dagskrá.vísir/einar Guðrún sagði að þetta gætum við speglað í þessu. „Þetta er rétt hjá Guðrúnu,“ sagði Elínborg. Krossinn hafi djúpstæða merkingu í okkar huga, sem hafi svo breyst í sigurtákn með upprisunni á Páskadegi. Við erum með sögu mannsins, mannlegan breiskleika, mannlega þjáningu en kærleikurinn sigrar illskuna og lífið dauðann. „Þetta er mögnuð saga sem okkur er sögð um páskana.“ Guðmundur sagði að það væri ekkert nýtt að hæðst væri að krossi Krists. Hann hafi meira að segja verið hæddur á krossinum; ræninginn sem var við hliðina á honum hafi hæðst að honum og spurt: Ert þú ekki Kristur? Af hverju bjargar þú okkur ekki? Alltaf verið hæðst að krossinum Guðmundur rakti að í rómverskum herbúðum hafi verið kross, á honum hafi hangið asni og undir hafi staðið nafn á hermanni „sem tilbiður guð sinn. Það er ekkert nýtt að hæðst sé að krossinum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það hins vegar segja mikið um kirkjuna og umburðarlyndi hennar að það væri ekkert svo agalegt að vera með svona skop fyrir páskahátíðina. „Þó við tölum um þetta og höfum skoðanir á þessum skets, þjóðfélagið hefur ekkert farið á hliðina og við tölum um eitthvað annað eftir þrjá daga,“ sagði Guðmundur. Öll voru þau sammála um að kirkjan hefði skírskotun í dag, sífellt stækki sá hópur sem sæki kirkjuna. Vissulega væru einhverjir sem segðu sig úr þjóðkirkjunni en það bjagaði tölurnar að hingað flytji fólk sem ekki er lútherskrar trúar. „Nei, mér finnst kirkjan ekki njóta sannmælis,“ sagði Guðrún. Umræðan var afar athyglisverð og má finna þáttinn í heild sinni hér neðar. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Pallborðið Ríkisútvarpið Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður ræddi við þau um heima og geima. Meðal þess sem bryddað var uppá var að spilað var fyrir þau þrjú umdeilt atriði úr Vikunni, þætti Gísla Marteins en fjölmargir kirkjunnar þjónar og fleiri hafa lýst yfir mikilli vandlætingu á því. En þá fór Berlind Festival í Kringluna og spurði misgáfulegra spurninga um krossfestinguna. Getum þakkað Berglindi fyrir að setja krossinn á dagskrá Hólmfríður benti á að þetta hafi átt að vera ofboðslega fyndið en mörgum prestum hafi ekki þótt það og tjáð þann hug sinn. Er þetta til marks um að gjá sé að myndast milli kirkjunnar og samfélags? Guðrún sagði það ekki vera en við gætum þakkað Berglindi Festival fyrir að hafa sett krossinn á dagskrá. „Ég hef tekið eftir því hvað krossinn hefur djúpa og merkilega merkingu fyrir marga sem hafa ekki húmor fyrir Páskahátíðinni,“ sagði Guðrún. Hún nefndi að við gætum nýtt þetta upphlaup til samtals. „Það sem vekur athygli í þessu er að sláandi er hversu margir vita lítið um páskahátíðina en ég þakka Berglindi fyrir að hafa sett þetta á dagskrá.“ Mögnuð saga sögð um páskana Elínborg sagði að við værum nú gengin inn í dymbilvikuna þar sem Jesú var fagnað sem hetju. Það sem gerist í kjölfarið er athyglisvert og varðar það hversu skjótt veður skipast í lofti. „Sem hendi sé veifað er hann svikinn, festur á kross og fólkið hrópar Barrabas.“ Elínborg vildi meina að þetta væri til marks um hvað múgæsing hefur mikil áhrif í samfélaginu og hún sé á öllum tímum. Þjáning og píslir Krists geta verið okkur spegilmynd á öllum tímum,“ sagði Elínborg og nefndi þjáningu í Gaza, þjáningu í Úkraínu þar sem börn eru drepin og þeim nauðgað. Ljóst var að þeim þótti skopið ekki fyndið en það hefði vakið athygli á því hversu djúpstæð merking krossins sé og þökkuðu Berglindi fyrir að setja það á dagskrá.vísir/einar Guðrún sagði að þetta gætum við speglað í þessu. „Þetta er rétt hjá Guðrúnu,“ sagði Elínborg. Krossinn hafi djúpstæða merkingu í okkar huga, sem hafi svo breyst í sigurtákn með upprisunni á Páskadegi. Við erum með sögu mannsins, mannlegan breiskleika, mannlega þjáningu en kærleikurinn sigrar illskuna og lífið dauðann. „Þetta er mögnuð saga sem okkur er sögð um páskana.“ Guðmundur sagði að það væri ekkert nýtt að hæðst væri að krossi Krists. Hann hafi meira að segja verið hæddur á krossinum; ræninginn sem var við hliðina á honum hafi hæðst að honum og spurt: Ert þú ekki Kristur? Af hverju bjargar þú okkur ekki? Alltaf verið hæðst að krossinum Guðmundur rakti að í rómverskum herbúðum hafi verið kross, á honum hafi hangið asni og undir hafi staðið nafn á hermanni „sem tilbiður guð sinn. Það er ekkert nýtt að hæðst sé að krossinum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það hins vegar segja mikið um kirkjuna og umburðarlyndi hennar að það væri ekkert svo agalegt að vera með svona skop fyrir páskahátíðina. „Þó við tölum um þetta og höfum skoðanir á þessum skets, þjóðfélagið hefur ekkert farið á hliðina og við tölum um eitthvað annað eftir þrjá daga,“ sagði Guðmundur. Öll voru þau sammála um að kirkjan hefði skírskotun í dag, sífellt stækki sá hópur sem sæki kirkjuna. Vissulega væru einhverjir sem segðu sig úr þjóðkirkjunni en það bjagaði tölurnar að hingað flytji fólk sem ekki er lútherskrar trúar. „Nei, mér finnst kirkjan ekki njóta sannmælis,“ sagði Guðrún. Umræðan var afar athyglisverð og má finna þáttinn í heild sinni hér neðar.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Pallborðið Ríkisútvarpið Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira