Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Kristín Ólafsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. mars 2024 15:30 Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi. Vísir/Arnar Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“ Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“
Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira