Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 13:19 Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar sóttu spilakassafé á Videomarkaðinn í Hamraborg í fyrradag áður en þeir fóru á Catalinu hinum megin við götuna í sömu erindagjörðum. Þar létu þjófarnir til skarar skríða. Vísir/arnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. Tveir menn stálu peningatöskum með fé úr spilakössum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag. Ránið er talið þaulskipulagt og voru þjófarnir innan við mínútu að athafna sig á vettvangi. Lögregla telur að þeir hafi haft á brott með sér 20 til 30 milljónir króna en nákvæm upphæð hefur þó ekki fengist staðfest hjá Happdrætti Háskólans, sem á féð. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi segir rannsókn málsins í fullum gangi. Lögregla hafi fengið ábendingar síðan í gær og vinni út frá þeim. Þjófarnir gangi þó enn lausir og ekki er heldur vitað um féð. Ekki sé vitað hvort þjófarnir hafi mögulega komist úr landi. Þá vill Heimir ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að þjófarnir náist. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur.Vísir/arnar Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir málið afar óvenjulegt. Rán á peningaflutningabílum hafi ekki tíðkast hér á landi. „Annað líka sem er óvenjulegt við þetta er þetta harkalega handbragð á þessu öllu saman. En það má segja líka að það eru engir líf eða limir í hættu en þarna eru stórir fjármunir í húfi og þar hafa viðkomandi talið að þarna væri eftir miklu að slægjast og einhver undirbúningur hafi verið þar að baki,“ segir Helgi. „Ef við tökum þessi rán hjá okkur á Íslandi, þá fengum við í upphafi aldarinnar smásölurán og jafnvel bankarán en þar voru lægri upphæðir í húfi. En þar var líka þessi líkamshætta í gangi, sem virðist ekki hafa verið að þessu sinni.“ Eins og í málunum sem upp komu um aldamótin sé mikilvægt að þjófarnir finnist - svo aðrir horfi ekki til þess að fara að fordæmi þeirra. „Það skiptir mjög miklu máli að upplýsa þessi mál, að koma þeim skilaboðum á framfæri að þetta borgi sig ekki. Og varðandi verðmætaflutningana þá finnst mér líklegt að menn muni að einhverju leyti fara yfir verklagið hjá sér en þetta hafa samt sem áður verið flutningar sem hafa verið áfallalausir þannig að það er ekki endilega víst að það þurfi að breyta miklu til.“ Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Tveir menn stálu peningatöskum með fé úr spilakössum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag. Ránið er talið þaulskipulagt og voru þjófarnir innan við mínútu að athafna sig á vettvangi. Lögregla telur að þeir hafi haft á brott með sér 20 til 30 milljónir króna en nákvæm upphæð hefur þó ekki fengist staðfest hjá Happdrætti Háskólans, sem á féð. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi segir rannsókn málsins í fullum gangi. Lögregla hafi fengið ábendingar síðan í gær og vinni út frá þeim. Þjófarnir gangi þó enn lausir og ekki er heldur vitað um féð. Ekki sé vitað hvort þjófarnir hafi mögulega komist úr landi. Þá vill Heimir ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að þjófarnir náist. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur.Vísir/arnar Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir málið afar óvenjulegt. Rán á peningaflutningabílum hafi ekki tíðkast hér á landi. „Annað líka sem er óvenjulegt við þetta er þetta harkalega handbragð á þessu öllu saman. En það má segja líka að það eru engir líf eða limir í hættu en þarna eru stórir fjármunir í húfi og þar hafa viðkomandi talið að þarna væri eftir miklu að slægjast og einhver undirbúningur hafi verið þar að baki,“ segir Helgi. „Ef við tökum þessi rán hjá okkur á Íslandi, þá fengum við í upphafi aldarinnar smásölurán og jafnvel bankarán en þar voru lægri upphæðir í húfi. En þar var líka þessi líkamshætta í gangi, sem virðist ekki hafa verið að þessu sinni.“ Eins og í málunum sem upp komu um aldamótin sé mikilvægt að þjófarnir finnist - svo aðrir horfi ekki til þess að fara að fordæmi þeirra. „Það skiptir mjög miklu máli að upplýsa þessi mál, að koma þeim skilaboðum á framfæri að þetta borgi sig ekki. Og varðandi verðmætaflutningana þá finnst mér líklegt að menn muni að einhverju leyti fara yfir verklagið hjá sér en þetta hafa samt sem áður verið flutningar sem hafa verið áfallalausir þannig að það er ekki endilega víst að það þurfi að breyta miklu til.“
Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14
Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57
Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41