Krossfesting Jesú sett á svið í Filippseyjum Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. mars 2024 22:12 Hinn 63 ára Ruben Enaje grettir sig þegar nagli er fjarlægður úr hönd hans. Hann var krossfestur í 35. sinn í dag. AP/Gerard V. Carreon Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í dag þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir Krists. Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skiptið létu tíu menn bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Hundruð fylgdust með krossfestingunum í morgun og fólk kom víða að. Varað er við myndefninu í klippunni að neðan. „Við erum frá Póllandi sem er kaþólskt land. Við fögnum auðvitað líka páskunum en samt með öðrum hætti. Þó ekki með verri eða betri hætti. Við komum til að sjá hvaða merkingu páskar hafa í öðrum heimshluta,“ sagði Maciej Kruszewski, pólskur ferðamaður, sem var viðstaddur krossfestinguna. Lét krossfesta sig í 35. sinn Kaþólska kirkjan hefur ekki lagt blessun sína yfir þessi uppátæki og raunar fordæmt enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og fillipseyskri alþýðutrú á fórnir. Aðalleikarinn þetta árið er Ruben Enaje sem er 63 ára gamall en þetta er í 35. skiptið sem hann tekur þátt. „Líkami minn verður sífellt meira veikburða. Ég veit ekki hvort þetta er síðasta sinn, hvort ég geri þetta aftur eða hvort þetta er í allrasíðasta sinn,“ sagði Enaje í dag. Haldið upp á föstudaginn langa í Jerúsalem Það er þó aðeins fámennur hópur kristinna manna sem gengur jafnlangt og þessir til að tilbiðja guð sinn á þessum degi. Víðast hvar koma trúaðir menn saman í guðsþjónustum og þrátt fyrir spennu og átök í landinu helga var haldið upp á daginn í Jerúsalem. Pílagrímar gengu í morgun í gegnum gömlu borgina, leiðina sem Jesú er sagður hafa borið krossinn að Golgatahæð. Trúmál Filippseyjar Ísrael Páskar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skiptið létu tíu menn bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Hundruð fylgdust með krossfestingunum í morgun og fólk kom víða að. Varað er við myndefninu í klippunni að neðan. „Við erum frá Póllandi sem er kaþólskt land. Við fögnum auðvitað líka páskunum en samt með öðrum hætti. Þó ekki með verri eða betri hætti. Við komum til að sjá hvaða merkingu páskar hafa í öðrum heimshluta,“ sagði Maciej Kruszewski, pólskur ferðamaður, sem var viðstaddur krossfestinguna. Lét krossfesta sig í 35. sinn Kaþólska kirkjan hefur ekki lagt blessun sína yfir þessi uppátæki og raunar fordæmt enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og fillipseyskri alþýðutrú á fórnir. Aðalleikarinn þetta árið er Ruben Enaje sem er 63 ára gamall en þetta er í 35. skiptið sem hann tekur þátt. „Líkami minn verður sífellt meira veikburða. Ég veit ekki hvort þetta er síðasta sinn, hvort ég geri þetta aftur eða hvort þetta er í allrasíðasta sinn,“ sagði Enaje í dag. Haldið upp á föstudaginn langa í Jerúsalem Það er þó aðeins fámennur hópur kristinna manna sem gengur jafnlangt og þessir til að tilbiðja guð sinn á þessum degi. Víðast hvar koma trúaðir menn saman í guðsþjónustum og þrátt fyrir spennu og átök í landinu helga var haldið upp á daginn í Jerúsalem. Pílagrímar gengu í morgun í gegnum gömlu borgina, leiðina sem Jesú er sagður hafa borið krossinn að Golgatahæð.
Trúmál Filippseyjar Ísrael Páskar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira