Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 12:00 Caitlin Clark er frábær leikmaður og stórkostleg skytta. AP/Matthew Putney Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira