Íbúar í Rangárþingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2024 13:30 Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir verkefnið með vindmyllugarðinn við Vaðöldu spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu. Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra. Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira