Íslenski boltinn

FH berst liðs­styrkur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ísak Óli Ólafsson er snúinn heim.
Ísak Óli Ólafsson er snúinn heim. Esbjerg

FH hefur gengið frá samningum við Ísak Óla Ólafsson út leiktíðina 2027. Hann kemur frá Esbjerg í Danmörku.

Ísak Óli er uppalinn Keflvíkingur og var öflugur í vörn liðsins áður en hann flutti búferlum til Danmerkur árið 2021. Hann snýr nú aftur heim í Bestu deildina og styrkir vörn Hafnfirðinga.

Hann verður liðsfélagi bróður síns, Sindra Kristins Ólafssonar, sem er markvörður FH-inga.

Ísak Óli er 23 ára gamall og hefur leikið 36 leiki fyrir yngri landslið Íslands auk tveggja A-landsleikja. Hann fór til SönderjyskE í Danmörku frá Keflvíkingum fyrir þremur árum en skipti svo til Esbjerg hvaðan hann kemur til FH.

Skiptin hafa legið í loftinu síðustu vikur en Ísak er nú kominn með leikheimild fyrir fyrir leik FH-inga sem er gegn Breiðabliki á mánudagskvöldið.

Fyrsta umferð Bestu deildar karla

  • Laugardagur 6. apríl

  • 19:15 Víkingur R. - Stjarnan


  • Sunnudagur 7. apríl
  • 13:00 Fram - Vestri
  • 16:15 KA - HK
  • 19:15 Valur - ÍA
  • 19:15 Fylkir - KR


  • Mánudagur 8. apríl
  • 19:15 Breiðablik - FH

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×