Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið hækki sig um eitt sæti milli tímabila. Síðasta tímabil var maraþoni líkast hjá Breiðabliki. Frá 10. apríl til 14. desember spiluðu Blikar 47 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni. Þeir skrifuðu nýjan kafla í íslenska fótboltasögu með því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þátttakan í Evrópukeppninni, þar sem Breiðablik spilaði alls sextán leiki, tók sinn toll og niðurstaðan í Bestu deildinni var aðeins 4. sæti, 25 stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings. Halldór Árnason stýrir liði í fyrsta sinn í efstu deild í sumar.vísir/hulda margrét Síðustu mánuðir síðasta tímabils voru nokkuð súrir. Blikar unnu aðeins tvo af síðustu níu leikjum sínum í Bestu deildinni og eftir tvo leiki í riðlakeppninni í Sambandsdeildinni hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir fjögurra ára starf og við tók aðstoðarþjálfarinn Halldór Árnason. Hann stýrði Breiðabliki í síðustu fjórum leikjunum riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem hann fékk alvöru eldskírn. Sökum óhemjulanga tímabils 2023 byrjuðu Blikar seinna að æfa en önnur lið í vetur. Og hvort sem það er vegna þess eða breytinganna á liðinu hafa þeir virkað ferskir á undirbúningstímabilinu. Breiðablik vann Lengjubikarinn og frammistaðan gegn ÍA í úrslitaleik hans gefur sannarlega góð fyrirheit fyrir sumarið. Mörkin fjögur voru einkar lagleg og spilamennskan sannfærandi. grafík/gunnar tumi Talandi um breytingar á leikmannahópi Breiðabliks þá hafa þær verið talsverðar í vetur. Liðið missti þrjá miðjumenn í atvinnumennsku, Anton Loga Lúðvíksson, Gísla Eyjólfsson og Ágúst Eðvald Hlynsson, Davíð Ingvarsson fór til Danmerkur, Oliver Stefánsson fór aftur til ÍA og Klæmint Olsen heim til Færeyja. En sterkir leikmenn hafa bæst í hópinn. Kristinn Jónsson fyllir skarð Davíðs, Arnór Gauti Jónsson á miðjuna, Aron Bjarnason er kominn á vinstri kantinn, Daniel Obbekjær í miðja vörnina og Benjamin Stokke í framlínuna. Þá er Kristinn Steindórsson kominn í nýja stöðu á miðjunni og Patrik Johannesen er væntanlegur til baka eftir að hafa misst af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. grafík/gunnar tumi Í aðdraganda tímabilsins hefur lítið verið rætt um Breiðablik sem líklega Íslandsmeistarakandítata. En þegar horft er yfir hópinn er engin ástæða fyrir því að þetta lið geti ekki barist um titilinn. Blikaliðið er vissulega orðið nokkuð fullorðið en það koma alltaf nýjar stjörnur fram í Smáranum og breiddin í hópnum er góð. Kantspilið ætti að vera beitt með Höskuld Gunnlaugsson og Jason Daða Svanþórsson hægra megin og Kristin Jónsson og Aron vinstra megin og Stokke á svo að klára færin en hann var markakóngur norsku B-deildarinnar á síðasta tímabili. Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson fagna marki í leik gegn KR á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Gísli og Anton Logi skilja vissulega eftir sig stórt skarð og Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson þurfa að loka vörninni mun betur en í fyrra þar sem Breiðablik fékk á sig 49 mörk í Bestu deildinni, 22 mörkum meira en árið á undan. Svo er það Anton Ari Einarsson sem átti slakt tímabil í fyrra en fær traustið áfram og þarf að standa undir því. Breiðablik fær krefjandi byrjun en í fyrstu fimm umferðunum mætir liðið FH, Víkingi, KR og Vals. En ef Blikar komast vel í gegnum hraðmótið og eru í námunda við toppliðin eftir það geta stuðningsmenn liðsins leyft sér að dreyma um titilbaráttu. Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Minnir á gamla tíma Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: VÖKnuðu af værum blundi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01 Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið hækki sig um eitt sæti milli tímabila. Síðasta tímabil var maraþoni líkast hjá Breiðabliki. Frá 10. apríl til 14. desember spiluðu Blikar 47 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni. Þeir skrifuðu nýjan kafla í íslenska fótboltasögu með því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þátttakan í Evrópukeppninni, þar sem Breiðablik spilaði alls sextán leiki, tók sinn toll og niðurstaðan í Bestu deildinni var aðeins 4. sæti, 25 stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings. Halldór Árnason stýrir liði í fyrsta sinn í efstu deild í sumar.vísir/hulda margrét Síðustu mánuðir síðasta tímabils voru nokkuð súrir. Blikar unnu aðeins tvo af síðustu níu leikjum sínum í Bestu deildinni og eftir tvo leiki í riðlakeppninni í Sambandsdeildinni hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir fjögurra ára starf og við tók aðstoðarþjálfarinn Halldór Árnason. Hann stýrði Breiðabliki í síðustu fjórum leikjunum riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem hann fékk alvöru eldskírn. Sökum óhemjulanga tímabils 2023 byrjuðu Blikar seinna að æfa en önnur lið í vetur. Og hvort sem það er vegna þess eða breytinganna á liðinu hafa þeir virkað ferskir á undirbúningstímabilinu. Breiðablik vann Lengjubikarinn og frammistaðan gegn ÍA í úrslitaleik hans gefur sannarlega góð fyrirheit fyrir sumarið. Mörkin fjögur voru einkar lagleg og spilamennskan sannfærandi. grafík/gunnar tumi Talandi um breytingar á leikmannahópi Breiðabliks þá hafa þær verið talsverðar í vetur. Liðið missti þrjá miðjumenn í atvinnumennsku, Anton Loga Lúðvíksson, Gísla Eyjólfsson og Ágúst Eðvald Hlynsson, Davíð Ingvarsson fór til Danmerkur, Oliver Stefánsson fór aftur til ÍA og Klæmint Olsen heim til Færeyja. En sterkir leikmenn hafa bæst í hópinn. Kristinn Jónsson fyllir skarð Davíðs, Arnór Gauti Jónsson á miðjuna, Aron Bjarnason er kominn á vinstri kantinn, Daniel Obbekjær í miðja vörnina og Benjamin Stokke í framlínuna. Þá er Kristinn Steindórsson kominn í nýja stöðu á miðjunni og Patrik Johannesen er væntanlegur til baka eftir að hafa misst af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. grafík/gunnar tumi Í aðdraganda tímabilsins hefur lítið verið rætt um Breiðablik sem líklega Íslandsmeistarakandítata. En þegar horft er yfir hópinn er engin ástæða fyrir því að þetta lið geti ekki barist um titilinn. Blikaliðið er vissulega orðið nokkuð fullorðið en það koma alltaf nýjar stjörnur fram í Smáranum og breiddin í hópnum er góð. Kantspilið ætti að vera beitt með Höskuld Gunnlaugsson og Jason Daða Svanþórsson hægra megin og Kristin Jónsson og Aron vinstra megin og Stokke á svo að klára færin en hann var markakóngur norsku B-deildarinnar á síðasta tímabili. Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson fagna marki í leik gegn KR á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Gísli og Anton Logi skilja vissulega eftir sig stórt skarð og Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson þurfa að loka vörninni mun betur en í fyrra þar sem Breiðablik fékk á sig 49 mörk í Bestu deildinni, 22 mörkum meira en árið á undan. Svo er það Anton Ari Einarsson sem átti slakt tímabil í fyrra en fær traustið áfram og þarf að standa undir því. Breiðablik fær krefjandi byrjun en í fyrstu fimm umferðunum mætir liðið FH, Víkingi, KR og Vals. En ef Blikar komast vel í gegnum hraðmótið og eru í námunda við toppliðin eftir það geta stuðningsmenn liðsins leyft sér að dreyma um titilbaráttu.
Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Minnir á gamla tíma Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: VÖKnuðu af værum blundi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01
Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01